is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51610

Titill: 
  • Loftháð og loftfirrt þol afrekskvenna í handknattleik : afkastamælingar á kvennalandsliði Íslands í handknattleik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna loftháða og loftfirrta afkastagetu leikmanna kvennalandsliðs Íslands í handknattleik og meta möguleg tengsl þeirra. Rannsóknin var megindleg og lýsandi þversniðsrannsókn. Þátttakendur voru 29 afrekskonur í handknattleik úr leikmannahópi landsliði Íslands. Mælingar voru gerðar á hámarkssúrefnisupptöku og loftfirrtri aflgetu. Notast var við lýsandi tölfræði og línulega aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður sýndu að hámarkssúrefnisupptaka var að meðaltali 49,5 ml/kg/mín. Að meðaltali var hámarksafl 767,9 W og hlutfallslegt hámarksafl 10,75 W/kg. Ekki fannst marktækt samband á milli hámarkssúrefnisupptöku og hámarksafls (p = 0,404). Sambandið á milli hámarkssúrefnisupptöku og hlutfallslegs hámarksafls reyndist ekki marktækt (p = 0,613). Einnig var ekki marktækt samband á milli hámarkssúrefnisupptöku og þreytustuðuls (p = 0,483). Álykta má að ekkert samband sé á milli loftháðrar og loftfirrtrar afkastagetu hjá afrekskonum í handknattleik. Niðurstöður mælinga geta nýst sem viðmiðunargildi frekari rannsókna og við þróun markvissa þjálfunaraðferða.

Samþykkt: 
  • 22.10.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/51610


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loftháð og loftfirrt þol afrekskvenna í handknattleik.pdf495,65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna