Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51618
Inngangur: Gláka er krónískur taugasjúkdómur í sjóntaug augans sem veldur
óafturkræfum skemmdum sem koma fram á sjónsviði og þá yfirleitt fyrst jaðarsjón. Eina sannreynda meðferð gláku er lækkun augnþrýstings. Þegar lyfja og eða leysimeðferð nægir ekki til þess að halda þrýstingnum niðri er framkvæmd þrýstingslækkandi skurðaðgerð. Markmið rannsóknarinnar er að athuga árangur aðgerða á síugang augans (Canaloplasty) á Landspítala á árunum 2013-2023.
Aðferðir: Framkvæmd var afturvirk gagnarannsókn þar sem gögnum sjúklinga sem höfðu farið í Canaloplasty á 11 ára tímabili var safnað. Breytur sem skoðaðar voru aldur, kyn, og sjúkdómsgreining. Þá var upplýsingum um augnþrýsting, sjónsvið, sjónskerpu og glákulyf safnað á mörgum tímapunktum til að meta breytingar með tilliti til tíma eftir aðgerð.
Niðurstöður: Af 77 augum í úrtakinu voru 63 einstaklingar, þar af 14 sem gengust undir aðgerð á báðum augum. Rúmur helmingur, 34 (54%) einstaklingar voru karlar. Vinstri augu voru 40 (63%). Meðalaldur var tæplega 59 ár og af þeim sem fóru í aðgerð á báðum augum rúmlega 57 ár. Í rannsókninni voru 60 með gleiðhornsgláku (POAG) og 17 með flögnunargláku (PEX). Fimm árum eftir aðgerð var 46% lækkun á augnþrýstingi og 63% lækkun á glákulyfjanotkun. Tölfræðigreining á augnþrýstingi og lyfjabreytingum mælir marktækan mun (P<0,0001) eftir aðgerð.
Umræður: Rannsóknin sýnir að Canaloplasty er góður kostur til þess að lækka
augnþrýsting og fækkar glákulyfjum án fylgikvilla annarra inngripsmeiri aðgerða.
Niðurstöður þessarar rannsóknar er í samræmi við aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar erlendis.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| BS.TFV.20250519..pdf | 1,32 MB | Lokaður til...31.07.2027 | Heildartexti | ||
| 2025_Skemman_yfirlysing_TFV.pdf | 182,72 kB | Lokaður | Yfirlýsing |