is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5162

Titill: 
  • Ímynd Íslands: Raunveruleiki eða ranghugmyndir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ímynd er yfirgripsmikið hugtak sem getur haft mismunandi merkingu eftir stað og stund enda hugtakið huglægt og því breytilegt eftir skynjunum fólks. Fyrstu skilaboðin sem lönd senda frá sér eru oft í gegnum þá ímynd sem landið hefur sem ferðamannastaður. Sú ímynd getur haft áhrif á hvernig utanaðkomandi aðilar sjá og meta landið á öðrum sviðum og þannig haft áhrif á heildaruppbyggingu ímyndarinnar. Ímynd áfangastaða hjálpar einnig til við að skapa óskir og/eða langanir ferðamanna og er því mikilvæg í að stýra straumi þeirra en góð ímynd getur haft áhrif á velgengi staðarins þar sem ferðamenn eru líklegri til þess að velja áfangastað sem talin er hafa jákvæðari ímynd. Erfitt getur verið að mæla ímynd þar sem hún er huglæg en talsvert hefur þó verið skrifað um mikilvægi þess að hún sé mæld. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að rannsaka hver ímynd Íslands er sem áfangastaðar að mati erlendra ferðamanna en einnig hvernig Íslendingar telja ímyndina vera. Lagðir voru fyrir spurningalistar og eru niðurstöðurnar meðal annars sýndar með notkun vörukorta. Helstu niðurstöður eru þær að á heildina litið er ímynd Íslands talin vera sterk og skýr. Náttúrufegurð og landslag eru mjög skýrt tengd við ímynd landsins og auk þess að vera talin öruggur og vingjarnlegur staður eru þar taldir möguleikar á að lenda í ævintýrum. Ekki er hægt að greina mun á skoðunum erlendra ferðamanna og Íslendinga.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildartexti.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna