is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51620

Titill: 
  • Tengsl meðferðarsambands og fræðslu fyrir aðstandendur við lífsgæði einstaklinga með alvarlegar geðraskanir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Fjöldi rannsókna benda til þess að einstaklingar með alvarlegar geðraskanir lifa við minni lífsgæði en aðrir, en skert lífsgæði er oft áhættuþáttur hvað varðar bakslag í bata. Í geðheilbrigðisþjónustu eyða sjúklingar miklum tíma með meðferðaraðilum og sambandið þar á milli er metið sem eitt af lykilatriðum hvað varðar framvindu meðferðar. Annar mikilvægur þáttur er fræðsla fyrir aðstandendur, en skortur á stuðningi frá aðstandendum getur haft neikvæð áhrif á lífsgæði þessa hóps.
    Tilgangur: Markmið þessarar rannsóknar er að komast að því hvort meðferðarsamband og fræðsla fyrir aðstandendur hafi marktæk tengsl við lífsgæði einstaklinga með alvarlegar geðraskanir á Íslandi.
    Aðferð: Framkvæmd var megindleg lýsandi sambandsrannsókn þar sem nýtt voru gögn úr rannsóknar-gagnasafninu Tengsl bata og lífsgæða við þjónustu og meðferð einstaklinga sem takast á við alvarlega geðsjúkdóma. Samtals tóku 178 einstaklingar þátt í rannsókninni sem voru greindir alvarlegar geðraskanir og höfðu verið í meðferð á geðsviði Landspítala eða geðdeild SAk. Mælitæki rannsóknarinnar var hluti af spurningalistunum Heilsutengd lífsgæði og Mat á þjónustu, meðferð og tengslum við meðferðaraðila, ásamt bakgrunnsspurningalista.
    Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýndu að ekki var marktæk fylgni á milli meðferðarsambands og lífsgæði þátttakenda. Aftur á móti var jákvæð marktæk fylgni á milli fræðslu fyrir aðstandendur og lífsgæði þátttakenda. Það kom í ljós að nokkrar bakgrunnsbreytur höfðu marktæka fylgni við lífsgæði þátttakenda: ástundun launaðrar vinnu, ástundun íþrótta eða þjálfunar, og hvort þátttakendur hefðu dvalið tímabundið á sjúkrahúsi eða endurhæfingarstofnun þegar rannsóknin var lögð fyrir.
    Ályktun: Það er mögulegt að utanaðkomandi breytur höfðu áhrif á lífsgæði þátttakenda sem þessi rannsókn náði ekki utan um. Þörf er á frekari rannsóknum með fjölbreyttari breytum til þess að fá skýrari mynd af hvað getur aukið lífsgæði einstaklinga með alvarlegar geðraskanir á Íslandi.
    Lykilorð: alvarlegar geðraskanir, lífsgæði, meðferðarsamband, fræðsla fyrir aðstandendur, launuð atvinna, líkamleg virkni, megindleg rannsókn, sambandsrannsókn

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Multiple studies indicate that individuals with severe mental illness experience lower quality of life (QoL) compared to others, and poor QoL can hinder recovery. In mental health services, patients spend considerable time with their therapist and the therapeutic alliance that forms is regarded as an important factor for a successful therapy. Another important factor is family psychoeducation, since a lack of support from close relatives can be detrimental to the QoL of individuals with severe mental illness.
    Purpose: The aim of this study is to examine whether therapeutic alliance and family psychoeducation are significantly correlated with the QoL of individuals with severe mental illness in Iceland.
    Method: A quantitative descriptive correlational study was carried out where data from the database „Tengsl bata og lífsgæða við þjónustu og meðferð einstaklinga sem takast á við alvarlega geðsjúkdóma“ was used. A total of 178 participants took part in the study, all diagnosed with severe mental illness and were in therapy at Landspítali or SAk. The measures used in the study derived from the questionnaires Heilsutengd lífsgæði, Mat á þjónustu, meðferð og tengslum við meðferðaraðila, and a background questionnaire.
    Results: The results showed no significant correlation between therapeutic alliance and the participants’ QoL, however there was a significant positive correlation between family psychoeducation and the participants’ QoL. Additionally, three background variables were significantly correlated with the participants’ QoL: paid employment, physical activity and whether the participants stayed at a hospital or a rehabilition facility at the time of the study.
    Conclusion: It is possible that external variables not accounted for in this study influenced participants‘ QoL. Further research with a broader range of variables is needed to gain a clearer understanding of the factors that improve QoL of people with severe mental illness in Iceland.
    Keywords: severe mental illness, quality of life, therapeutic alliance, family psychoeducation, paid employment, physical activity, quanitive study, correlational study

Samþykkt: 
  • 28.10.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/51620


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni HA Júlía.pdf987,22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna