is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51621

Titill: 
  • Viðhorf og reynsla hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni af hjúkrun einstaklinga í líknar- og lífslokameðferð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki í líknar- og lífslokameðferð. Á landsbyggðinni eru aðstæður ólíkar því sem er á stærri stöðum og þurfa hjúkrunarfræðingar því að bregðast við fjölbreyttum þörfum með takmörkuðum úrræðum og stuðningi. Þessi staða krefst víðtækrar þekkingar, sveigjanleika og aðlögunarhæfni en getur jafnframt skapað einstakt tækifæri til nánari og persónulegri umönnunar.
    Tilgangur rannsóknar: Að kanna viðhorf og reynslu hjúkrunarfræðinga sem starfa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni af því að hjúkra einstaklingum sem eru í líknar- og lífslokameðferð.
    Aðferð: Eigindleg rannsóknaraðferð með fyrirbærafræðilegri nálgun og tilgangsúrtaki. Gagna var aflað með viðtölum við 15 hjúkrunarfræðinga sem störfuðu eða höfðu starfað við hjúkrun einstaklinga í líknar- og lífslokameðferð á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Gagnaöflun fór fram á tímabilinu mars-apríl 2025. Gögnin voru greind í þemu og undirþemu.
    Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að hjúkrun einstaklinga í líknar- og lífslokameðferð var bæði gefandi og krefjandi. Áhersla var lögð á virðingu, náin samskipti og persónubundna umönnun. Fjölskylduhjúkrun var mikilvæg en oft tilfinningalega krefjandi. Fyrri tengsl í litlum samfélögum höfðu áhrif á faglegt hlutverk. Skortur á verklagsreglum, fræðslu og stuðningi reyndist áskorun og samstarf við lækna og líknarteymi var talið lykilatriði. Gagnagreining leiddi í ljós fjögur meginþemu: 1) Virðing fyrir einstaklingnum, 2) Samskipti, nánd og samspil við fjölskyldu, 3) Faglegt öryggi og þekkingarþróun, 4) Faglegt samstarf og umhverfi. Hvert meginþema samanstóð af nokkrum undirþemum.
    Ályktun: Niðurstöður draga fram sterk rök fyrir því að styðja þarf vel við hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni sem hjúkra einstaklingum sem eru í líknar- eða lífslokameðferð. Bæta þarf markvissa fræðslu og handleiðslu og þróa skýran verklagsramma. Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki í að veita samfellda, einstaklingsmiðaða og virðingarfulla hjúkrun þar sem náin tengsl og gott þverfaglegt samstarf skipta sköpum.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Nurses play a key role in palliative and end-of-life care. In rural areas, circumstances differ from those in urban settings, requiring nurses to respond to diverse needs with limited resources and support. This situation demands broad knowledge, flexibility and adaptability, while also offering unique opportunities for closer and more personalized care.
    Aim: To explore the attitudes and experiences of nurses working in rural healthcare institutions in caring for individuals receiving palliative and end-of- life care.
    Method: A qualitative study using a phenomenological approach and purposive sampling. Data was collected through interviews with 15 nurses who were currently working or had previously worked in palliative and end-of-life care in rural healthcare institutions. Data collection took place between March and April 2025 and the data was analyzed into themes and subthemes.
    Results: The findings revealed that palliative and end-of-life nursing was both rewarding and demanding. Emphasis was placed on respect, close communication and personalized care. Family nursing was important but often emotionally demanding. Prior relationships in small communities influenced the professional role. Lack of guidelines, education and support posed challenges, while collaboration with physicians and palliative care teams was seen as essential. Data analysis identified four main themes: 1) Respect for the individual, 2) Communication, closeness and interaction with the family, 3)Professional confidence and knowledge development, 4) Professional collaboration and environment. Each theme included several subthemes.
    Conclusion: The findings strongly highlight the need to better support rural nurses providing palliative and end-of-life care. There is a need to address the lack of targeted education, supervision and develope a clear procedural frameworks. Nurses play a crucial role in providing continuous, individualized and respectful care where close relationships and effective interdisciplinary collaboration are essential.

Samþykkt: 
  • 28.10.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/51621


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil - Viðhorf of reynsla hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni af hjúkrun einstaklinga í líknar- og lífslokameðferð - Eva Björk Gunnarsdóttir .pdf1,78 MBOpinnPDFSkoða/Opna