Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51623
Bakgrunnur: Hjúkrunarfræðingur sem verður fyrir andlegum og líkamlegum áhrifum í kjölfar óhagstæðs eða alvarlegs atviks í starfi kallast annars stigs fórnarlamb. Stuðningur getur dregið úr neikvæðum afleiðingum áfalls.
Markmið: Að kanna reynslu hjúkrunarfræðinga af óhagstæðum eða alvarlegum atvikum í starfi og áhrifum þess á líðan og tengsl þessara þátta við streitu, bjargráð og stuðning.
Aðferðir: Megindleg lýsandi þversniðsrannsókn með hentugleikaúrtaki með 70 hjúkrunarfræðingum. Gögnum var safnað með rafrænu spurningalistunum: Perceived Stress Scale (PSS), Second Victim Experience and Support Tool - Revised (SVEST-R) og Ways of Coping (WOC). SPSS 29.0.2.0 (20) tölfræðiforritið var notað til gagnaúrvinnslu.
Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að stuðningur vinnufélaga væri góður (73,5%) og helmingur þeirra (48,5%) hafði góða reynslu af stuðningi á vinnustað. Hærri aldur og lengri starfsaldur sýndi martækt lægra streitustig en hjá þeim sem voru yngri og höfðu unnið skemur (p = 0,001).
Marktæk jákvæð fylgni var á milli streitu og sálrænnar vanlíðunar (rs 0,464) og líkamlegrar vanlíðunar (rs 0,535) vegna óhagstæðra eða alvarlegra atvika, og áformum um að hætta störfum (rs 0,565) og fjarveru frá vinnu (rs 0,362). Jákvæð fylgni var einnig á milli streitu og skorts á stuðningi stofnunar (rs 0,297), notkunar á forðunarhegðun (rs 0,365) og forðunarhugsun (rs 0,348). Faglegt sjálfsálit sýndi jákvæða fylgni við forðunarhegðun (rs 0,409), forðunarhugsun (rs 0,395) og fjarlægingu, (rs 0,262). Marktæk neikvæð fylgni var á milli seiglu og þess að einbeita sér að jákvæðum þáttum (rs 0,410), leita félagslegs stuðnings (rs 0,314), og stuðnings frá yfirmönnum og félagslegs stuðnings (rs 0,287).
Ályktanir: Niðurstöður gefa vísbendingar um að stuðningur í vinnuumhverfi sé góður þegar hjúkrunarfræðingar verða fyrir óhagstæðum eða alvarlegum atvikum í starfi. Niðurstöðurnar geta nýst til að þróa markviss stuðningskerfi þar sem markmiðið er að efla úrræði sem geta dregið úr andlegri og líkamlegri vanlíðan og hvetja til virkari bjargráða fyrir hjúkrunarfræðinga.
Lykilhugtök: Annars stigs fórnarlamb, hjúkrunarfræðingar, stuðningur, streita, bjargráð
Background: A nurse who experiences psychological and physical effects following an adverse or serious event in the workplace is referred to as a second victim. Support can help reduce the negative consequences of such incidents.
Aim: To examine nurses' experiences of adverse or serious incidents at work and their impact on well-being and the relationship between these factors with stress, coping and support.
Methods: A quantitative, descriptive, cross-sectional study with a convenience sample of 70 nurses. Data was collected using electronic questionnaires: Perceived Stress Scale (PSS), Second Victim Experience and Support Tool - Revised (SVEST-R), and Ways of Coping (WOC). The statistical software SPSS 29.0.2.0 (20) was used for data analysis.
Results: Results showed that colleague support was strong (73,5%) and approximately half of them (48,5%) had good support experience from the institution. Higher age and longer work experience were significantly associated with lower stress levels compared with younger nurses and those with shorter work experience (p = 0,001). A significant positive correlation was observed between stress and psychological discomfort (rs = 0.464) and physical discomfort (rs = 0.535) resulting from adverse or serious incidents, and intentions to quit work (rs = 0.565) and absenteeism (rs = 0.362). Positive correlation was also found between stress and lack of institutional support and (rs = 0.297), using behavioral escape-avoidance (rs = 0.365) and cognitive escape-avoidance (rs = 0.348). Professional self-esteem was positively correlated with behavioral escape-avoidance (rs = 0.409), cognitive escape-avoidance (rs = 0.395) and distancing (rs = 0.262). Significant negative correlations were between resilience and focusing on positive aspects (rs = –0.410), seeking social support (rs= –0.314), and between support from supervisors and social support (rs = –0.287).
Conclusions: The results indicate that support within the work environment is good when nurses experience adverse or serious incidents at work. These findings can inform the development of targeted support systems aimed at enhancing resources that reduce mental and physical discomfort and promote the use of more active coping strategies among nurses facing such situations.
Keywords: second victim, nurses, support, stress, coping
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Reynsla hjúkrunarfræðinga af óhagstæðum eða alvarlegum atvikum í starfi. SVEST-R. Lára Baldvinsdóttir .pdf | 1,01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |