Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51636
Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru viðhorf til tónmenntakennslu í grunnskólum á Akureyri og leiðir til þess að bæta stöðu námsgreinarinnar. Rýnt var í ýmsar kenningar og fjölda rannsókna sem fjalla um tónmenntakennslu út frá ólíkum sjónarhornum. Farið er yfir áhrif tónmenntakennslu á félagslega líðan, samskipti og farsæld barna og einnig skoðað hvernig tónmenntakennsla getur haft áhrif á annað nám. Þá er fjallað um tónmennt frá því að hún náði útbreiðslu á Íslandi um árið 1970 og rýnt í það sem hefur verið kannað varðandi viðhorf, stöðu og áhrif tónmenntakennslu á Íslandi.
Meginmarkmið rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um stöðu tónmenntakennslu á Akureyri og kanna viðhorf til greinarinnar. Eigindleg rannsókn var framkvæmd og tekin voru viðtöl við fjóra skólastjórnendur sem starfa á Akureyri og fjóra tónmenntakennara sem starfa eða hafa starfað nýlega í skólum á Akureyri. Leitast var eftir því að fá sýn þessara hópa á viðfangsefnið með markmið rannsóknarinnar að leiðarljósi. Markmiðið var einnig að fá hugmyndir að því hvernig sé hægt að stuðla að markvissari tónmenntakennslu fyrir alla.
Allir viðmælendur höfðu jákvæð viðhorf til tónmenntakennslu. Svör viðmælenda gáfu einnig til kynna að viðhorf til tónmenntakennslu sé almennt nokkuð jákvætt í grunnskólum á Akureyri, þó að einhverjir hafi fundið fyrir gagnrýni varðandi ágæti hennar og ávinning. Tónmenntakennarar skynja flestir að ákveðin skilaboð séu til staðar í skólasamfélaginu sem gefa til kynna að tónmennt sé ekki talin lykilþáttur í námi. Niðurstöðurnar benda til þess að svo hægt sé að styrkja stöðu námsgreinarinnar þurfi að bæta aðstæður og aðbúnað kennara, stærð hópa sem þeir kenna og breyta orðræðu í samfélaginu um stuðning við tónmenntakennslu.
This thesis investigates attitudes toward music education in primary schools in Akureyri, Iceland, and explores ways to enhance its role in the curriculum. The thesis reviews various theories and studies that examine music education's impact from multiple perspectives, highlighting how it can improve social wellbeing, communication skills, and overall student development. The thesis also traces the development of music education in Iceland from the 1970s to today, focusing on research into public attitudes, the status of music education, and its impact on broader educational goals. The main objective of this study was to assess the current status of music education in Akureyri and gather insights into community attitudes toward the subject. The study employed qualitative methods, conducting interviews with four school administrators and four music teachers who are currently or were recently involved with schools in Akureyri. The goal was to understand the perspectives of these groups and explore ideas for promoting more systematic music education. Findings suggest that attitudes toward music education are generally positive, though opinions vary. While many respondents view music education favourably, some question its value and benefits. A recurring theme among music teachers is that music is often seen as non-essential in the school community. The study indicates that strengthening music education will require better resources and facilities, more manageable class sizes, and a shift in community attitudes to support its integration as a vital part of the curriculum. This emphasis on the role of community attitudes should make the iv reader feel empowered and influential, as it underscores their potential to shape the future of music education in Akureyri.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Tónmenntin er svolítið olnbogabarn í grunnskólum. SG.pdf | 826,41 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |