is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51637

Titill: 
  • Við getum alltaf gert betur: Aðgerðir sveitarfélaga til að styðja við inngildingu barna af erlendum uppruna í tómstundastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er athygli beint að aðgerðum sveitarfélaga á Íslandi til þess að styðja við inngildingu barna af erlendum uppruna í tómstundastarfi. Í starfi mínu sem leiðbeinandi í félagsmiðstöð hef ég rekið mig á að þau börn virðast síður sækja tómstunda- og félagsstarf utan skóla en aðrir jafnaldrar þeirra. Markmiðið með verkefninu er að bæta þar úr með því að skoða þær aðgerðir sem sveitarfélög hafa ráðist í til þess að styðja við inngildingu þessa hóps í tómstundastarfi og jafnframt að velta því upp hvernig hægt sé að gera betur í þessum málaflokki. Um er að ræða eigindlega rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við þrjá sérfræðinga á sviði tómstunda í þremur mismunandi sveitarfélögum. Viðtölin voru þemagreind og efni þeirra tekið saman í fjögur meginþemu. Þar kemur í ljós að inngildarstefna sveitarfélaga virðist vera óljós eða ekki fyrir hendi, frístundastyrkur hefur mikilvægu hlutverki að gegna, ráðist hefur verið í ýmsar sértækar aðgerðir til þess að styðja við inngildingu barna af erlendum uppruna en viðmælendur sjá fjölbreytt tækifæri til þess að gera betur í þeim efnum. Vonir standa til að niðurstöður rannsóknarinnar opni augu fólks fyrir mikilvægi þess að öll börn upplifi að þau geti tekið þátt í tómstundastarfi og við sem samfélag beitum okkur fyrir markvissum aðgerðum til þess að svo megi verða.

Samþykkt: 
  • 31.10.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/51637


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HalldóraElínEinarsdóttir_Bakkalárverkefni.pdf329,16 kBLokaður til...20.02.2026HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf126,36 kBLokaðurYfirlýsingPDF