en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5164

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif afslátta og tilboða á kauphegðun
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Kauphegðun fólks er mjög áhugavert rannsóknarefni og margir hafa rannsakað hana með einum eða öðrum hætti. Lítið er til um rannsóknir hérlendis á kauphegðun og því þótti höfundi áhugavert að kynna sér hvernig augum fólk lítur afslætti og tilboð sem verslanir eru sífellt að bjóða. Rannsókn sem gerð var gekk út á það að reyna að komast að því hvort verslanir geti blekkt fólk með því að hækka verð á vörum sínum en bjóða afslátt í staðinn.
  Rannsóknin var framkvæmd með þeim hætti að höfundur sendi spurningalista til ættingja og vina, bæði með því að nota tölvupóst og eins í gegnum félagstengslasíðuna Facebook. Fólk var síðan beðið um að áframsenda rannsóknina og var því um svokallað snjóboltaúrtak að ræða. Á þeim vikutíma sem könnunin var opin svöruðu 284 einstaklingar.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að það sé hægt að blekkja fólk með þessum hætti. Þátttakendur sögðu flestir að þeim þætti þeir gera góð kaup þegar þeir keyptu vöru á afslætti og fæstir þeirra gerðu verðsamanburð á milli verslana þegar þeir íhuguðu kaup á tilboðsvöru. Þrátt fyrir að meirihluti þátttakenda segðust fylgjast með einingaverði matvöru reyndist samt vera hægt að blekkja um helming þeirra með spurningu sem snéri að því hvort þeir keyptu vöru með hærra eða lægra kílóverði.

Accepted: 
 • May 12, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5164


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS ritgerð.pdf844.18 kBOpenHeildartextiPDFView/Open