Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5168
Í kjölfar óróleika á fjármálamörkuðum í október 2008 varð Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) gjaldþrota. Áframhaldandi erfiðleikar á fjármálamörkuðum leiddu til þess að Evrópusambandið breytti fyrri tilskipun sinni um
innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta á árinu 2009. Breytingarnar
varða aðallega fjárhæðir innistæðutrygginga og greiðslufresti.
Hér verður fjallað í megin atriðum um umfang inngreiðslna í TIF. Auk þess er varpað
ljósi á ýmis atriði er varða uppbyggingu tryggingarsjóða fyrir innistæður og sögulega
þróun þeirra. Gerð er grein fyrir Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta (TIF)
og þeim lögum og reglum sem um hann gilda. Megináhersla er lögð á ákvörðun iðgjalds í TIF og þar stuðst við frumvarp sem lagt var fyrir Alþingi á 138. Löggjafarþingi 2009-2010 og fylgiskjöl þess frá Talnakönnun hf. Stærð TIF var engan vegin nægjanleg til þess að standa undir ábyrgðum sem á hann féllu vegna Icesave innistæðna Landsbankans. Inngreiðslur í sjóðinn voru ekki tengdar þeirri áhættu sem sjóðnum stafaði af viðkomandi fjármálastofnunum. Nýja frumvarpið inniheldur góðar
endurbætur á áhættutengingu og greiðslufyrirkomulagi iðgjalda, auk þess sem
tryggingarupphæð innistæðu er þar í samræmi við nýja tilskipun Evrópusambandsins um lágmarkstryggingarupphæð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
bs.ritgerð 11.maí.pdf | 297.58 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |