is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5170

Titill: 
  • Eignarhald fjölmiðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eignarhald á fjölmiðlum hefur verið mikið í umræðunni siðastliðin misseri hér á landi sem og annars staðar í ljósi þess að eignarhald þeirra deilist sífellt á færri hendur. Fræðimenn hafa rannsakað áhrif eignarhalds á miðlana og ríkir almenn sátt um þá niðurstöðu að eignarhald skiptir máli en að hvaða leyti og að hve miklu marki er þó deilt um. Í þessari ritgerð er farið yfir helstu kenningar um eignarhald, áhrif þess og takmarkanir. Skoðaðar eru frásagnir íslenskra blaðamanna sem halda því fram að eigendur þeirra fjölmiðla sem þeir hafa starfað hjá hafi reynt með beinum hætti að hafa áhrif á fréttaflutning þeirra. Saga íslenskra fjölmiðla er reifuð í grófum dráttum með það að markmiði að varpa ljósi á þróunarsögu markaðarins hér á landi, frá því að vera málgögn einstakra stjórnmálaflokka til þess að vera í eigu valdamikilla auðmanna.
    Forsíðufréttir Fréttablaðsins og Morgunblaðsins á tímabilinu 18. apríl til 25. apríl 2009, vikuna fyrir síðustu Alþingiskosningar, voru síðan skoðaðar og innihaldsgreindar til að leggja mat á það hvort fréttaflutningur væri jákvæður eða neikvæður í garð Samfylkingarinnar annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Fimmtán manna úrtak var einnig fengið til að leggja mat sitt á forsíðurnar og niðurstöður þess og höfundar bornar saman.
    Sérstakar þakkir fyrir aðstoð við vinnslu ritgerðarinnar fær leiðbeinandi minn, Þorbjörn Broddason prófessor í félagsfræði en hann veitti mér góða leiðsögn og skjót og greinagóð svör við spurningum mínum. Þá vil ég einnig þakka Álfhildi Þorsteinsdóttur íslenskufræðingi fyrir gagnlegar ábendingar og Jóni Özuri Snorrasyni, íslenskukennara, fyrir prófarkalestur og málfarsábendingar.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5170


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eignarhald-fjölmiðla.pdf549 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna