is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5171

Titill: 
 • Evrópusambandið fyrir Íslendinga – ný sýn, eða sama gamla tuggan?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Metið er hvort efnahagsleg rök eða rök þjóðernishyggju eru meira ríkjandi í umræðunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ennfremur hvort umræðan hefur breyst að þessu leiti frá fyrri umræðum um þátttöku Íslands í Evrópusamrunanum.
  Farið er yfir niðurstöður skoðanakannana um áhuga íslensks almennings á aðild og niðurstöður fræðimanna um þá orðræðu sem átt hefur sér stað á Alþingi Íslendinga í kringum aðrar samningaviðræður við Evrópusambandið.
  Í framhaldi af því er gerð greining á umfjöllun fjölmiðla, umræðu á Alþingi og almennings á netinu um málefnið á átta vikna tímabili. Sérstaklega er skoðað hvaða skilaboðum er verið að koma á framfæri út frá því hvort þau innihalda aðallega fróðleik, eða hvort í þeim fólust efnahagsleg eða þjóðernisleg rök. Flytjendur skilaboðanna eru flokkaðir út frá því hvort þeir eru fulltrúar stjórnvalda, aðrir stjórnmálamenn, hagsmunaaðilar, fræðimenn eða fulltrúar almennings. Einnig er leitast við að meta umræðuna út frá kenningu Daniel Katz um virkni viðhorfa, þar sem gert er ráð fyrir að einstaklingar myndi viðhorf einkum út frá fjórum víddum, en gerð umræðu hefur mismunandi áhrif út frá hverri vídd fyrir sig.
   Nytsemi – hversu gagnleg er aðild fyrir viðkomandi
   Gildistjáning – með hvaða hópi vill einstaklingurinn samsama sig
   Sjálfsvörn – hvaða áhrif hefur það sem er til umræðu á sjálfsmat einstaklingsins
   Þekking – hvaða upplýsingar hefur viðkomandi um málefnið
  Í ljós kom að umræðan er fremur lítil á tímabilinu, þó fjörlegust meðal almennings í netheimum og til eru nokkuð mörg samtök með það að markmiði að tryggja málefnalega umræðu. Samtökin taka þó alltaf afstöðu með eða á móti aðild og litast umræðan á þeirra vegum af því.
  Niðurstaðan er engu að síður sú að umræðan hafi breyst, að minnsta kosti á Alþingi, en minna er um það þar að notuð séu hrein þjóðernisrök en áður og efnahagsleg rök hafa aukið vægi. Við rannsóknina er ekki nægilegur aðgangur að umræðu almennings frá fyrri tíð til að meta breytingar þar, en í ljós kemur að töluvert mikið var um að þjóðernisrök væru notuð í umræðu meðal almennings í dag, einkum þó hjá andstæðingum aðildar.

Samþykkt: 
 • 12.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5171


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITJUN09 Evrópusambandið.pdf166.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna