is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5172

Titill: 
  • Mat á fyrirtækjamenningu: Er fyrirtækjamenning Toyota Kópavogi þekkingardrifin?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þekkingarstjórnun sem sérsvið hefur verið að þróast hratt síðustu ár en um er að ræða samheiti yfir aðferðir sem ætlað er að nýta og efla þekkingu sem býr í mannauðnum. Þekking verður sífellt veigameiri þáttur í velgengi fyrirtækja. Það er því helsta verkefni stjórnenda að finna leiðir til að stjórna þekkingunni sem býr í mannauðnum og ná að laða fram það besta úr honum svo að fyrirtæki nái árangri. Þekkingu er ekki einungis að finna í skjölum heldur einnig í starfsaðferðum, hagnýtri verkkunnáttu starfsmanna, verklagi, ferlum, venjum og siðum. Til að geta breytt þekkingu í verðmæti verður að skapa fyrirtækjamenningu sem fóstrar þekkingu.
    Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að skoða hvort fyrirtækjamenning Toyota Kópavogi sé þekkingardrifin. Í spurningalista Denison um fyrirtækjamenningu hafa verið dregin fram þau atriði sem tengjast þekkingarstjórnun. Eftirfarandi rannsóknarspurning var sett fram: Er fyrirtækjamenning Toyota Kópavogi þekkingardrifin? Í ljós kom að fyrirtækjamenning þess er að hluta til þekkingardrifin. Af þeim 11 atriðum úr spurningalista Denison sem tengjast þekkingarstjórnun stendur fyrirtækið sig vel í fjórum. Fyrirtækið stendur sig einnig ágætlega hvað varðar menningarvíddina aðlögunarhæfni en undir hana heyra flest þau atriði sem tengjast þekkingarstjórnun. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna jafnframt að tengsl eru á milli þekkingarstjórnunarkvarðans og helstu árangursþáttanna sem bendir til þess að þekkingarstjórnun sé hluti af menningu fyrirtækisins.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerd_toyota.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna