is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5174

Titill: 
  • Stjórnarhættir fyrirtækja. Íslenskt sjónarmið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugtakið stjórnarhættir fyrirtækja (e. corporate governance) hefur orðið sífellt vinsælla viðfangsefni fræðimanna og í rannsóknum síðustu tvo áratugina. Mikilvægi hugtaksins hefur aukist og sérstaklega eftir misbresti í fyrirtækja rekstri víðsvegar um heiminn, þá aðallega í Bandaríkjunum og Bretlandi og má nefna sem dæmi fyrirtæki eins og Enron, Worldcom og fleiri. Eftir að upp komst um slæman rekstur í þessum fyrirtækjum, hefur orðið aukning í útgefnum skýrslum og leiðbeiningum um heim allan sem fjalla um góða stjórnarhætti og hvernig fyrirtæki eiga að haga stjórnarháttum sínum.
    Hér á landi voru gefnar út fyrstu leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja árið 2004. Á þeim tíma var íslenskt efnahagslíf í miklum blóma og mikilvægt að fyrirtæki störfuðu með góða stjórnarhætti að leiðarljósi til þess að geta tekið þátt í þeirri samkeppni sem ríkti á mörkuðum almennt. Á síðustu tveimur árum hafa orðið miklar breytingar á íslensku efnahagslífi. Þjóðin glímir í dag við stærstu og erfiðustu aðstæður sem hún hefur þurft að takast á við fyrr og síðar. Í október 2008 urðu mikil umsvif í íslensku efnahagslífi. Þrír stærstu bankar Íslands fóru í þrot og ríkið yfirtók rekstur þeirra. Fall þessara þriggja banka hefur haft gríðarlega áhrif á íslensk efnahagslíf og hefur ríkt töluverð óvissa um mörg fyrirtæki á Íslandi þar sem fall bankanna hefur veikt bakland annarra fyrirtækja. Í ljósi þeirra efnahagsaðstæðna sem þjóðin glímir við er nauðsynlegt að fyrirtæki og stofnanir starfi á sem heiðarlegastan hátt og tileinki sér góða stjórnarhætti til þess að byggja upp traust og trúverðugleika á íslensku efnahagslífi á ný.
    Í þessari rannsókn verður leitað svara við spurningunni Hvernig er staða stjórnarhátta í íslenskum fyrirtækjum? Til að fá svör við því var gerð rannsókn á 20 íslenskum fyrirtækjum skráð á hlutabréfamarkaði árin 2003-2008. Skoðaðir voru ársreikningar þeirra og athugað að hvaða leiti fyrirtæki tileinka sér leiðbeiningar um stjórnarhætti og hvaða munstur má sjá á stjórnaháttum þessara fyrirtækja milli ára. Einnig voru tekin viðtöl við sjö stjórnarmenn fjögurra stórra fyrirtækja á Íslandi til þess að fá dýpri skilning á því hvernig stjórnarháttum þeirra fyrirtækja væri háttað.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stjórnarhættir fyrirtækja. Íslenskt sjónarmið.pdf741.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna