is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5175

Titill: 
  • Traust til banka í kjölfar bankahruns
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um vörumerki og fyrirtækjamerki. Einnig er fjallað almennt um endurstaðfærslu fyrirtækjamerkja sem og trúverðugleika og traust sem viðskiptavinir bera til fyrirtækja.
    Rannsóknarefnið snéri að trúverðugleika bankanna í kjölfar bankahrunsins og hvort þeim hefur tekist að endurheimta traust viðskiptavina. Rannsóknarspurningin var: „Er trúverðugleiki til staðar hjá bönkunum og hafa þeir náð að endurheimta traust í kjölfar bankahrunsins?“
    Rannsóknin byggir á spurningalista Xie og Peng (2009) sem snérist um þá þætti sem hafa áhrif á endurheimt trausts í kjölfari neikvæðar umfjöllunar. Hugmyndafræðin byggir á átta víddum og var notast við líkan þeirra við úrvinnslu rannsóknarinnar. Könnunin var lögð fyrir á Veraldavefnum dagana 18. mars til 25. mars 2010, langflestir svarendur voru nemar við Háskóla Íslands.
    Megin niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að trúverðugleiki bankanna er mjög lítill og traust til þeirra ekki mikið. Þátttakendur í rannsókninni gáfu bönkunum lága einkunn fyrir aðferðir sem taldar eru til þess fallnar að byggja upp trúverðugleika og öðlast fyrirgefningu og þar með traust.
    Þegar litið er almennt á niðurstöður þessarar rannsóknar er hægt að sjá að bankarnir hafi engan veginn staðið sig nógu vel í aðgerðum sínum eftir hrun. Allir þrír bankarnir koma verulega illa út. Viðskiptavinir telja að bankarnir hafi ekki sýnt iðrun varðandi sinn þátt í hruninu, að engar bætur hafi fengist frá þeim og að upplýsingaflæði til viðskiptavina hafi ekki verið nægjanlega gott í kjölfar hrunsins. Þetta leiðir til þess að trúverðugleiki bankanna er mjög lítill. Skortur á trúverðugleika leiðir svo til þess að bankarnir hafa ekki náð að endurheimta traust viðskiptavina.
    Arion banki og Íslandsbanki breyttu um nafn í kjölfar hrunsins og virðast líta svo á að um alveg nýja banka sé að ræða. Landsbankinn kaus að halda nafni sínu og um leið halda tengslum við fortíðina. Allir bankarnir unnu gildisvinnu í kjölfar hrunsins. Ef til vill hafa þeir litið á nafnabreytingar og/eða gildisvinnu sem töfralausn til að endurheimta traust. Ljóst er að ekki hefur tekist vel til, því samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eiga bankarnir enn mjög langt í land þar til þeir hafa endurheimt traust viðskiptavina sinna.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Lokaritgerð_BrynjarSmáriRúnarsson.pdf1.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna