is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5177

Titill: 
  • Matreiðslunámskeið: Góður matur á ódýrari hátt. Vöruþróunarverkefni í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í efnahagskreppu reyna flestir að halda að sér höndum, bæði fólk og fyrirtæki, en það hefur sýnt sig að nýsköpun á samdráttartímum getur hjálpað fyrirtækjum að komast betur í gegnum kreppuna. Þess vegna byggir rannsókn þessi á því að skapa nýsköpunartækifæri fyrir Menntaskólann í Kópavogi og sömuleiðis auka sparnaðarmöguleika fólks á tímum efnahagskreppu. Matreiðslunámskeið á vegum skólans sem kennir fólki að elda góðan mat á ódýrari hátt getur þannig hjálpað bæði fyrirtækinu sem og einstaklingnum að komast betur í gegnum kreppuna. Til að auka hagræði verkefnisins fól það í sér að lokaársnemar skólans í matreiðslu myndu kenna námskeiðið.
    Rannsóknin fól í sér að fylgja matreiðslunámskeiðinu í gegnum vöruþróunarferlið Stage-Gate® XPress fram að ákvörðun um eiginlega þróun á matreiðslunámskeiðinu, það er að segja í gegnum fyrsta hliðið og stig eitt til tvö. Aðalrannsóknarspurningin var því sú hvort Menntaskólinn í Kópavogi ætti að fara með námskeiðið í eiginlega þróun.
    Framkvæmd var könnunarrannsókn á framkvæmdagetu skólans og fýsileika markaðarins, bæði atriði komu vel út og var rannsókninni því haldið áfram. Markaðsrannsókn var gerð til að ákvarða eftirspurn og stærð markaðarins, fjármálagreining til að útlista kostnað verkefnisins sem og stutt samkeppnisgreining. Rannsóknin leiddi í ljós að flestir þættir mæla með því að þróun matreiðslunámskeiðsins verði haldið áfram. Eftirspurnarkúrfa námskeiðsins féll vel að niðurstöðum fjármálagreiningarinnar sem bendir til þess að ef þátttökugjaldið verður á því bili sem verðteygni eftirspurnar er minnst getur námskeiðið bæði uppfyllt þarfir viðskiptavinarins sem og fyrirtækisins. Endanleg ákvörðun liggur þó í höndum Menntaskólans í Kópavogi um hvort námskeiðið fái tækifæri til að uppfylla nýsköpunarþörf fyrirtækisins og þannig auka sparnaðarmöguleika fólks.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5177


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna