is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5178

Titill: 
 • Cost-utility analysis of TNFα inhibitor treatment compared to conventional therapy in Crohn´s disease in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Vaxandi kostnaður heilbrigðiskerfa er einkennandi í vestrænum heimi og er Ísland þar engin undantekning. Á sama tíma standa yfirvöld fyrir samdrætti í heilbrigðisútgjöldum. Þessi mótsögn er að nokkru leyti ýkt á Íslandi vegna yfirstandandi kreppu. Árið 2008 voru íslensk yfirvöld hvött af OECD til þess að nota kostnaðar og ábatagreiningar í auknum mæli til að meta forgangsröðun í heilbrigðikerfinu.
  Markmiðið með þessu verkefni var að rannsaka hvort meðferð með TNFα hemlum í Crohn´s sjúkdómi væri kostnaðarhagvæm miðað við hefðbundna meðferð. Þýðið samanstóð af Crohn´s sjúklingum sem hófu meðferð með TNFα hemlum eða fóru í skurðaðgerð á Landspítala á árunum 2003-2010. Meðferð 59 sjúklinga var skoðuð og meðferðarkostnaður fyrir hvern og einn sjúkling var reiknaður samkvæmt meðferðarleið. Kostnaður vegna skurðaðgerða og annar kostnaður var fenginn úr kostnaðarkerfi spítalans. Allar kostnaðartölur eru frá árinu 2009. Kostnaðarnytja-greiningu var beitt og líkindatré notað til að skilgreina meðferðarleið sjúklinganna. Væntur umframkostnaður vegna einstaklings var reiknaður og nytjar mældar sem lífsgæðavegið lífár (QALY). Niðurstöður eru sýndar sem stigvaxandi kostnaðarvirknihlutfall, þ.e. svokallað ICER-hlutfall, en það er umframkostnaður á hvert lífsgæðavegið lífár. Greiningin var gerð frá sjónahóli samfélagsins. Vegna sérstakra aðstæðna í íslensku efnahagslífi var 6% afvöxtunarstuðull notaður. Í næmisgreiningu var einnig gert ráð fyrir öðrum forsendum.
  ICER hlutfall fyrir meðferðina miðað við eins árs tímaramma var 11.145.159 kr., miðað við 7 ár 25.652.981 kr. og miðað við 15 ár 27.421.697 kr. Að auki var ICER hlutfallið reiknað fyrir meðferð í 2 ár og 32 ár.
  Niðurstöðurnar benda til þess að miðað við hefðbundna meðferð, þá sé umframkostnaður á hvert lífsgæðavegið lífár mjög hár vegna meðferðar með TNFα hemlum, ef frá er talið fyrsta ár meðferðar. Ef miðað er við alþjóðlega staðla umframkostnaðar á hvert lífsgæðavegið lífár, benda niðurstöðurnar til þess að meðferð með TNFα hemlum við Crohn´s sjúkdómi sé ekki kostnaðarhagkvæm á Íslandi.

Samþykkt: 
 • 12.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda Hardardottir_meistararitgerð.pdf767.01 kBLokaðurHeildartextiPDF