is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/518

Titill: 
 • Starfsmannastefna Vestmannaeyjabæjar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Stærstu sveitarfélög á Íslandi hafa í flestum tilfellum mestu mannaforráð í atvinnulífinu. Þess vegna er mikilvægt að einblína á starfsmannamál, að vel sé haldið utan um þau og að þeim sé viðhaldið.
  Stjórnendur Vestmannaeyjabæjar hafa áhuga á því að setja niður skriflega starfsmannastefnu til að skýra markmið og gera þau mælanlegri. Einnig að auðvelda starfsmönnum að skilja hvaða réttindi og skyldur þeir hafa.
  Í þessu verkefni voru gerð drög að starfsmannastefnu fyrir Vestmannaeyjabæ. Til þess að það væri mögulegt var gerður samanburður á tveimur mótuðum starfsmannastefnum hjá sveitafélögum Akureyrar- og Reykjanesbæjar. Tekin voru viðtöl við starfsmannastjóra þeirra og fyrrverandi bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar. Einnig voru sendir út spurningalistar til starfsmanna Vestmannaeyjabæjar til að kanna þörfina fyrir starfsmannastefnu.
  Þeir þættir sem eru í drögum að starfsmannastefnunni eru þeir þættir sem starfsmönnum þykir þörf fyrir í starfsmannamálum.
  Miðað við viðbrögð hluta starfsmanna gagnvart könnuninni mátti finna fyrir vissri hræðslu og óvissu. Þá má telja að starfsmönnum líði ekki vel í vinnunni og að þeir séu óöruggir með störf sín. Þetta sýnir að mikil þörf er á úrbótum í mannauðsstjórnun.
  Lykilorð:
  Mannaforráð
  Mannauðsstjórnun
  Starfsmannastjóri
  Starfsmannastefna
  Starfsmenn
  Sveitarfélag

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
starfsmstvest.pdf1.58 MBTakmarkaðurStarfsmannastefna Vestmannaeyjabæjar - heildPDF
starfsmstvest_e.pdf451.19 kBOpinnStarfsmannastefna Vestmannaeyjabæjar - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
starfsmstvest_h.pdf458.7 kBOpinnStarfsmannastefna Vestmannaeyjabæjar - heimildaskráPDFSkoða/Opna
starfsmstvest_u.pdf415.73 kBOpinnStarfsmannastefna Vestmannaeyjabæjar - útdrátturPDFSkoða/Opna