is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5182

Titill: 
 • Fjármálakreppur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fjármálakreppa er skilgreind sem ástand þar sem fjármálamarkaðir geta ekki á skilvirkan hátt miðlað lánsfé þeirra sem vilja spara til þeirra sem vilja fá lánað til að fjárfesta í efnahagskerfi lands og þannig haldið atvinnulífinu gangandi.
  Markmið þessa verkefnis var að skoða og bera saman fimm fjármálakreppur til þess að varpa ljósi á hvað fjármálakreppur eiga einna helst sameiginlegt og til þess að finna mögulegar vísbendingar um yfirvofandi fjármálakreppu með rannsókn á hreyfingu hagstærða í aðdraganda þeirra. Fjármálakreppurnar sem fjallað er um eru Bankakreppan í Bandaríkjunum árið 1907, Kreppan mikla árið 1928, Norræna fjármálakreppan í Svíþjóð og Finnlandi árið 1991 og kreppan sem hefur staðið yfir á Íslandi síðan 2008.
  Rannsóknin fór þannig fram að gögnum um kreppurnar var safnað, þau sett í töflur og teiknuð upp sem gröf. Hagstærðirnar sem aflað var upplýsinga um eru viðskiptajöfnuður, hluti fjárfestingar af vergri landsframleiðslu, verg landsframleiðsla, raungengi, verðbólga, hlutabréfaverð og skuldir fyrirtækja og bankakerfis. Síðan voru hreyfingar þessara stærða á árunum fyrir kreppurnar skoðaðar og bornar saman við kenningar um vísbendingar fjármálakreppu og athugað hvort kenningarnar stæðust. Kenningarnar sem athugaðar voru koma úr greininni Fjármálakerfið: styrkur og veikleikar sem var gefin út af Seðlabanka Íslands árið 2000. Gert var ráð fyrir því að til þess að ákveðin kenning um hreyfingu hagstærðar fyrir kreppu gæti talist nægilega góð vísbending fyrir fjármálakreppu þyrfti breyting á þróun hagstærðarinnar að sjást í síðasta lagi á árinu fyrir kreppurnar í rannsókninni.
  Helstu niðurstöður eru að marktækustu vísbendingar um fjármálakreppu sem ætti að horfa til eru vaxandi viðskiptahalli, vaxandi hlutabréfaverð, styrking raungengis og aukin skuldasöfnun fjármálastofnana. Að auki komu fram nokkrar nýjar mögulegar vísbendingar þar sem nokkrar hagstærðir tóku óvænta stefnu á árinu fyrir kreppu. Þær eru samdráttur í viðskiptahalla, lækkun hlutabréfaverða og minnkandi hagvöxtur.

Samþykkt: 
 • 12.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjármálakreppur.pdf403.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna