is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5183

Titill: 
  • Uppbyggingarferli í kjölfar uppsagna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Haustið 2008 urðu umskipti á íslenskum vinnumarkaði í kjölfar bankahrunsins. Við blasti niðurskurður margra fyrirtækja sem þurftu meðal annars að grípa til uppsagna. Í slíkum umbreytingum er mikilvægt að stjórnendur taki réttar ákvarðanir. Jafnframt þurfa þeir að huga vel að eftirlifendum í uppbyggingarferlinu.
    Markmið rannsóknarinnar er annars vegar að skoða áhrif uppsagna á líðan eftirlifenda (lay-off survivors) og hins vegar að kanna hvaða áhrif aðferðir stjórnenda í uppbyggingarferlinu hafa á líðan þeirra. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi: Hver eru áhrif uppsagna á líðan eftirlifenda? Hvaða áhrif hafa aðferðir stjórnenda í uppbyggingarferlinu á líðan eftirlifenda?
    Fræðilegur bakgrunnur er einkum sóttur til rannsókna og skrifa um starfsánægju, breytingastjórnun, niðurskurð, uppsagnir og uppbyggingu fyrirtækja eftir niðurskurð.
    Rannsókn þessi heyrir til tilviksrannsókna og voru eigindlegar rannsóknaraðferðir notaðar við gerð hennar og tekin opin viðtöl við átta einstaklinga. Kostir opinna viðtala eru þeir að auðvelt er að átta sig á hegðun þátttakenda, skoðunum þeirra og aðstæðum.
    Helstu niðurstöður eru þær að uppsagnirnar höfðu talsverð áhrif á starfsánægju innan fyrirtækisins. Uppsagnirnar komu starfsmönnum á óvart og skapaðist talsverð óvissa á vinnustaðnum í framhaldinu. Í kjölfar uppsagnanna brugðust stjórnendur rétt við með því að bjóða starfsmönnum upp á aðstoð fagaðila, fá inn sérfræðinga til að halda fyrirlestra og jafnframt til að aðstoða millistjórnendur með næstu skref. Miðlun upplýsinga hefur verið til fyrirmyndar og ríkir almenn ánægja með hana á meðal starfsmanna fyrirtækisins. Ekki hefur þó verið brugðist nógu vel við auknu álagi og er álag talsvert misskipt.
    Stjórnendur mættu leggja meiri áherslu á að byggja upp starfsandann og eiga frumkvæði að því að koma með hugmyndir að skemmtilegum uppákomum. Ný stefna var lögð fram í apríl 2010 sem hafði jákvæð áhrif á starfsmenn sem og stjórnendur. Ljóst er að hún mun auðvelda starfsfólkinu að vinna saman að nýjum markmiðum og horfa björtum augum fram á veginn þrátt fyrir óvissuna sem enn ríkir.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð_ final_allt skjalið.pdf782.5 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf50.08 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Inngangur.pdf60.8 kBOpinnInngangurPDFSkoða/Opna
Lokaorð.pdf44.41 kBOpinnLokaorðPDFSkoða/Opna