is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5186

Titill: 
 • Hvernig er hægt að nýta aðferðir gæðastjórnunar á fjármálasviði Landspítala?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er um helstu aðferðir og hugmyndafræði þekktra fræðimanna sem lagt hafa sitt af mörkum til fræða gæðastjórnunar. Nokkrar aðferðir sem notaðar eru í gæðastarfi á fjármálasviði LSH eru bornar saman við fræðin. Tilgangurinn er að leita svara við rannsóknarspurningunni um hvernig sé hægt að nýta aðferðir gæðastjórnunar í gæðastarfi sviðsins.
  Hugtakið „gæði“ er lykilhugtak í umfjöllun ritgerðarinnar. Hugtakið fær því töluvert rými í fræðilega hluta hennar. Ennfremur eru gerð á því nokkuð ítarleg skil í kafla um umræður og ályktanir. Þar er rýnt í hliðstæð atriði í skilgreiningum fræðimanna á hugtakinu og íhugað hvort og þá hvernig þau atriði geta komið stjórnendum að gagni.
  Auk fræðilegrar umfjöllunar er sagt frá tveimur viðhorfskönnunum sem voru gerðar vorið 2009. Önnur þeirra var lögð fyrir alla starfsmenn LSH þar sem leitað var eftir áliti þeirra á tilteknum þáttum í starfsumhverfi spítalans. Sú könnun var að öllu leyti unnin af starfsmönnum LSH. Hin könnunin var þjónustukönnun gerð af gæðastjóra fjármálasviðs að beiðni framkvæmdastjóra. Í henni var verið að kanna viðhorf lykilviðskiptavina fjármálasviðs til þeirrar þjónustu sem starfsmenn sviðsins veita þeim.
  Greint er frá uppbyggingu gæðastarfs á fjármálasviði LSH og hvernig það tengist gæðastarfi spítalans. Ennfremur er sagt frá vinnu við mótun nýrrar stefnu fjármálasviðs sem byggist á stefnu Landspítala frá 21. apríl 2010 og á framtíðarsýn sviðsins.
  Meginniðurstaða höfundar út frá rannsóknarspurningunni er sú að hægt sé að nýta flestar aðferðir gæðastjórnunar sem ritgerðin tekur til í öllum helstu verkefnum fjármálasviðs sem lúta að gæðastarfi.

Samþykkt: 
 • 12.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5186


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-mannauðsstjórnun - Lokaeintak - Halldóra Lisbeth.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna