is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5192

Titill: 
  • Breytist ímynd verslunar sem ekki er lágvöruverðsverslun ef þar eru seld lágverðs eigin vörumerki?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikil aukning hefur orðið á síðustu árum í sölu á eigin vörumerkjum og flestar matvöruverslanir á Íslandi selja eigin vörumerki. Eigin vörumerki (e. Private label brands) eru vörumerki sem sett eru á markað af smásala eða heildsala og eru í einkadreifingu eða í dreifingu sem smásalinn eða heildsalinn stjórnar. Vörur undir eigin vörumerkjum eru allt frá ódýrum nauðsynjavörum til dýrra munaðarvara. Smásalar selja margir hverjir eigin vörumerki í von um bætta ímynd, aukna framlegð, aukið vöruúrval og fleira. Í ritgerðinni var leitast við að kanna hvort sala á lágverðs eigin vörumerki hafi áhrif á ímynd smásala sem ekki byggir á lágvöruverslun. Verslunin Hagkaup selur vörur úr lágverðs eigin vörumerkinu Euro Shopper sem varð fyrir valinu sem rannsóknarefni. Hagkaup er á markaði þæginda- og gæðaverslana en selur lágverðs eigin vörumerki sem rannsakanda fannst forvitnilegt að skoða. Eldri rannsóknir á eigin vörumerkjum og áhrif ímyndar smásala á eigin vörumerki voru skoðaðar en ekki fundust rannsóknir sem gátu svarað rannsóknarspurningunni. Með megindlegri rannsóknaraðferð var frumgögnum safnað til þess að leita svara við rannsóknarspurningunni. Þátttakendur rannsóknar voru nemendur Háskóla Íslands og notuð var síuspurning til að sía út þá nemendur sem ekki sjá um innkaup á mat- og heimilisvörum á sínu heimili. Niðurstöður rannsóknar benda til þess að sala á lágverðs eigin vörumerki í verslun sem ekki byggir á lágvöruverslun, hafi jákvæð áhrif á ímynd þeirra sem hafa keypt vörur úr vörumerkinu. Einnig að þeir sem keypt hafi vörur úr vörumerkinu, telji að upphaf sölu lágverðs eigin vörumerkis, hafi jákvæðari áhrif á ímynd smásala en þeir sem ekki hafa keypt vörur úr eigin vörumerkinu. Tenging fannst á milli lágverðs eigin vörumerkis og lágvöruverðsverslunar. Niðurstöður studdu H1 tilgátuna, að sala á lágverðs eigin vörumerki í verslun sem ekki byggir á lágvöruverslun hafi áhrif á ímynd verslunarinnar.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5192


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð- Erla Arnbjarnardóttir.pdf670.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna