is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5194

Titill: 
 • Einkenni árangursríkra frumkvöðla
Titill: 
 • Characteristics of Successful Entrepreneurs
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að kanna hvort persónueinkenni frumkvöðla hafi áhrif á
  árangur framkvæmdar og framvindu viðskiptahugmynda þeirra. Ætlunin er að rannsóknin hafi
  hagnýtt gildi fyrir stuðningsumhverfi sprotafyrirtækja og þeirra sem leggi mat á lífvænleika frumkvöðlaverkefna.
  Rannsóknin er megindleg og byggist á spurningalista sem sendur var út til allra 260
  þátttakenda í frumkvöðlakeppni Innovit 2010. Spurningalistinn er hannaður til þess að mæla
  persónueinkenni þátttakenda út frá sjálfsmati þeirra.Rannsóknarritgerðin skiptist í tvo hluta,
  þar sem fyrri hlutinn er fræðileg umfjöllun og seinni hlutinn rannsóknarhluti. Í fræðilega
  hlutanum er skýrt frá því hvernig vísindamenn hafi lengi glímt við það að skilgreina
  frumkvöðla og hvað einkenni þá. Farið er yfir hvernig stuðningsumhverfi frumkvöðla er
  almennt háttað og hvernig persónueinkenni þeirra tengjast framgangi viðskiptahugmynda.
  Skýrt er frá hlutfallslegu brottfalli sprotafyrirtækja á líftíma þeirra og frá helstu rannsóknum
  sem sýna að fjárfestar telji frumkvöðla, sem starfa við viðskiptahugmynd, lykilþáttinn í
  framgangi hennar. Að lokum er tekið saman fræðilegt yfirlit yfir helstu rannsóknir sem hafa
  kannað hvaða persónueinkenni það eru sem einkenna árangursríka frumkvöðla.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess sem grunað var að þátttakendur sem skiluðu inn
  viðskiptaáætlun teldu sig hafa meiri ástríðu fyrir framkvæmd viðskiptahugmyndar sinnar en
  þeir sem ekki skiluðu inn viðskiptaáætlun. Þá teldu þeir sig vissari í sinni sök en aðrir um þær
  auðlindir sem skiptu máli til þess að hægt væri að gera vöruna að veruleika, um hvaða
  eiginleika þeirra vara hefði fram yfir aðrar vörur á markaðinum og um skilgreiningu á vörunni
  svo aðrir áttuðu sig á gildi þess að nýta hana og markaðinn sem varan sækir inn á.
  Niðurstöðurnar benda einnig til þess að þeir sem komust í úrslit keppninnar séu frekar
  reiðubúnir til þess að starfa í kröfuhörðu umhverfi en þeir sem sendu inn viðskiptaáætlun og
  komust ekki í úrslit keppninnar. Aðrar niðurstöður í rannsókninni benda til þess að
  þátttakendur í keppninni telji sig hafa ríkari persónueinkenni en þátttakendur fyrri rannsókna
  hvað varðar það að tjá tilfinningar sínar og koma vel fyrir. Niðurstöðurnar eru birtar með
  fyrirvara um fjölda þátttakenda. Þá var um 26% svarhlutfall ef miðað er við alla þátttakendur
  sem sendu inn viðskiptahugmynd og 60% svarhlutfall ef miðað er við þá þátttakendur sem
  sendu inn viðskiptahugmynd og viðskiptaáætlun.

Styrktaraðili: 
 • Innovit, nýsköpunar og frumkvöðlasetur
Athugasemdir: 
 • Ritgerðin var lokuð til júlí 2010
Samþykkt: 
 • 12.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Final version MSC-fra prentsmidju.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna