en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5200

Title: 
 • Title is in Icelandic Tengslanet í viðskiptum
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tengslanet eru sífellt að verða mikilvægari og einstaklingar og fyrirtæki orðin meðvitaðri um mikilvægi þeirra. Öflugt tengslanet getur skilað samkeppnisforskoti og góð samskipti eru lykillinn að sterkum tengslum. Því stærra tengslanet sem einstaklingar og fyrirtæki búa yfir, því sterkari eru skipulagsheildirnar á fyrirtækjamarkaði. Nokkrir þættir sem eru taldir þurfa að vera til staðar til þess að sterk tengsl geti átt sér stað, þeir eru: traust, virðing, orðspor og samskipti.
  Talsverður munur er á notkun tengslanets hjá kynjunum og skýrist það helst á þeim þáttum að karlar hafa meiri hvata til að nota tengslanet á skilvirkari hátt til að koma sér á framfæri og ná markmiðum sínum í starfi.
  Í fræðilega hlutanum er fjallað um samskipti sem grunn af því að tengslanet geti orðið til. Tengslaneti er gerð góð skil sem og þáttum eins og klasa og hver sé munurinn á þessu tvennu. Einnig er fjallað um skipulagt tengslanet, stefnumiðuð viðskiptatengsl, og stjórnun viðskiptavinatengsla (CRM).
  Í eigindlegri rannsókn sem gerð var með djúpviðtölum við 3 stjórnendur og sérfræðinga kom margt fram sem studdi við erlendar rannsóknir um tengslanet. Fyrri rannsóknarspurningin var um það hvort tengslanet skapi samkeppnisforskot hjá fyrirtækjum og/eða einstaklingum. Allir viðmælendur telja að tengsl hafi orðið fyrirtækjum þeirra til framdráttar og að kostir tengslanets séu mun veigameiri en gallarnir. Hvort um raunverulegt samkeppnisforskot sé að ræða þá er ekki hægt að halda því fram nema með mælingum. Niðurstöður seinni rannsóknarspurningarinnar þ.e. hvort um mun sé að ræða á tengslaneti karla og kvenna, þá gefa svörin vísbendingar í samræmi við erlendar rannsóknir, um að það sé verulegur munur þar á. Niðurstaðan er sú að karlar nota tengslanet á skilvirkari hátt en konur.
  Verkefni þetta er innlegg inn á svið markaðsfræðinnar og vekur vonandi umhugsun um mikilvægi þess að byggja upp sterkt tengslanet innan og utan skipulagsheildarinnar.

Accepted: 
 • May 12, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5200


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Tengslanet í viðskiptum.pdf739.37 kBOpenHeildartextiPDFView/Open