is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5201

Titill: 
 • Erlend greiðslumiðlun við hrun íslensku bankanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þegar íslensku bankarnir hrundu hver af öðrum, hafði það skiljanlega mikil áhrif á erlenda greiðslumiðlun. Öll samskipti við fjármálastofnanir erlendis urðu mjög stirð og olli það verulegum erfileikum við að koma greiðslum inn og út úr landinu. Afgreiðsla greiðslna umturnaðist á nokkrum dögum, þar sem þróa þurfti nýjar aðferðir og ferli til að geta haldið erlendri greiðslumiðlun gangandi.
  Þar sem allar fjármálaleiðir lokuðust á íslensku bankana, þurfti Seðlabanki Íslands að taka við svo að segja allri erlendri greiðslumiðlun um tíma. Í þessu fólst mikil vinna og urðu starfsmenn bankanna og Seðlabankans því að leggja fram alla sína kraft til þess að halda greiðslumiðluninni á floti. Eðlileg starfsemi greiðslumiðlunar fór smá saman að færast í betra horf og um ári eftir hrun bankana í október 2008 var hún nokkurn veginn komin í samt lag.
  Farið verður hér á eftir yfir framgang mála erlendrar greiðslumiðlunar við hrunið, sem og skoðaðar þær ákvörðunartökur og þau stefnumarkmið sem settar voru fram á þeim tíma og afleiðingar þeirra.
  Að halda erlendri greiðslumiðlun gangandi í gegnum fjármálahrunið hér á Íslandi var erfitt verk. Með því að taka saman höndunum og deila þekkingu milli stofnanna var hægt að hindra að algjör stöðvun yrði á umferð gjaldeyris milli Íslands og annarra landa. Athugunarvert þykir að starfsmönnum erlendra greiðslumiðlunar var sagt upp í niðurskurði bankanna þrátt fyrir mikið álag og því varð skortur á starfsfólki með nauðsynlega þekkingu. Einnig þykir gagnrýnisvert að viðbúnaðaráætlun Seðlabankans hafi ekki verið nægjanlega vel útfærð. Svokallað „correspondent banking“ fyrirkomulag erlendrar greiðslumiðlunar olli verulegum vandkvæðum. Með mikilli vinnu og eljusemi tókst að lokum að leysa þetta erfiða verkefni. Þrátt fyrir allmarga hnökra var hægt að halda áfram að greiða reikninga og flytja peninga í gegnum alvarlegasta áfallið sem hefur dunið á hagkerfi Íslands.

Samþykkt: 
 • 12.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erlend greiðslumiðlun við hrun íslensku bankana.pdf332.92 kBLokaðurHeildartextiPDF