is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5206

Titill: 
  • Er til sterkur og samkeppnishæfur klasi upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Klasakenningar hafa notið vaxandi hylli meðal hagfræðinga, stjórnmálamanna og stjórnenda fyrirtækja í tengslum við síaukna umræðu um samkeppnishæfni þjóða. Klasakenningar leitast við að skýra þann ávinning sem fyrirtæki hafa af staðsetningu sinni. Klasar hafa áhrif á samkeppnishæfni klasafyrirtækja með því að auka framleiðni þeirra, með því að auka nýsköpun innan klasans og með því að auka nýliðun. Framleiðniaukning vinnuafls er eini raunhæfi mælikvarðinn á samkeppnishæfni þjóðar og sterkir klasar eru því taldir vera í lykilhlutverki innan þróaðra hagkerfa.
    Í þessari rannsókn er upplýsingatækniklasinn á Íslandi greindur ítarlega með eigindlegri og megindlegri aðferðafræði. Markmiðið með greiningunni er að svara því hvort hér á landi sé sterkur og samkeppnishæfur klasi upplýsingatæknifyrirtækja. Þá er einnig lagt mat á gæði samkeppnisumhverfisins með demantslíkani Michael Porters og í kjölfarið eru lagðar fram tillögur að umbótum fyrir stjórnvöld og einkageirann.
    Rannsóknin er lýsandi raundæmisrannsókn. Tekin voru viðtöl við tíu leiðtoga úr upplýsingatækniklasanum, átta forstjóra og framkvæmdastjóra upplýsingatæknifyrirtækja og tvo forstöðumenn mennta- og rannsóknarstofnana sem hafa aðkomu að upplýsingatækniklasanum. Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að hér á hafi mótast sterkur klasi upplýsingatæknifyrirtækja á undanförnum áratugum. Þá eru einnig sterkar vísbendingar um að hann sé samkeppnishæfur. Klasinn býr þó við talsverða erfiðleika í sínu samkeppnisumhverfi.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_Helgi_Rafn_Helgason.pdf1,86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna