is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5207

Titill: 
 • Kostnaðar- og ábatagreining skimunar af mismunandi tíðni fyrir sjónukvilla sykursýkissjúklinga á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni: Sykursýki hefur aukist undanfarna áratugi. Sjónukvilli er fylgikvilli sykursýki sem leiðir til blindu nema við tímanlega greiningu og augnaðgerð. Árleg skimun sykursýkissjúklinga við sjónukvilla hófst á Íslandi árið 1980. Árið 1994 var óþörfum skimunum fækkað (tvískipt skimun). Lagt hefur verið til að einstaklingssníða skimun eftir áhættuþáttum sjónukvilla. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að árleg skimun er kostnaðarhagkvæm og að möguleiki sé á aukinni kostnaðarhagkvæmni með einstaklingssniðinni skimun.
  Rannsóknarspurningar: Markmið rannsóknar er að kanna kostnaðarhagkvæmni skimunar á Íslandi. Helstu rannsóknarspurningar eru hver sé heildarábati skimunar á Íslandi, hvaða skimunarleið leiðir til hæsta heildarábatans og hvaða skimunarleið hefur lægstan kostnað á nyt. Kostnaðarhagkvæmni er einnig athuguð miðað við fulla þátttöku í skimun og áætlaða tíðni sykursýki árið 2030.
  Aðferðir: Úrtak rannsóknar er þversnið af áætluðu hlutfalli sykursýkissjúklinga á Íslandi árið 2010. Stuðst var við rannsóknir til að meta hlutfall sjónukvilla, augnaðgerða og fleira. Kostnaður og ábati af þremur skimunarleiðum var borinn saman við enga skimun yfir eins árs tímabil. Kostnaður og ábati var skoðaður frá sjónarhóli ríkissjóðs og frá samfélagslegu sjónarhorni. Miðað var við verðlag ársins 2010 og var framtíðarkostnaður afvaxtaður með 3% afvöxtunarstuðli. Hlutanæmisgreining var gerð á stærstu óvissuþáttum.
  Niðurstöður: Heildarábati skimunar árið 2010 var 1.900 milljónir frá sjónarhóli ríkissjóðs og 5.600 til 5.700 milljónir frá samfélagslegu sjónarhorni. Árleg skimun hafði lægstan heildarábata og sniðin skimun hæstan. Munaði þar 18 milljónum frá sjónarhóli ríkissjóðs og 36 frá samfélagslegu sjónarmiði. Þegar tekið var tillit til fórnarkostnaðar tíma var heildarábati skimunar frá samfélagslegu sjónarmiði 4.700 til 4.900 milljónir og mismunur árlegrar og sniðinnar skimunar 158 milljónir. Við aukna þáttttöku jókst heildarábati skimunar og munur milli skimunarleiða. Sama átti við um áætlaða tíðni sykursýki árið 2030. Í kostnaðar- og nytjagreiningu bauð sniðin skimun upp á sambærileg nyt og aðrar skimunarleiðir á lægri kostnaði.
  Ályktanir: Sniðna skimun ber að velja út frá hagkvæmnissjónarmiði.

Styrktaraðili: 
 • Sjónverndarsjóður
Samþykkt: 
 • 12.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leiðrétt.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna