is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5208

Titill: 
  • Fjárfestingar lífeyrissjóða í óskráðum bréfum og áhættufjármagnsfjárfestingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenskum lífeyrissjóðum ber samkvæmt lögum að ávaxta fé sitt með hliðsjón af þeim kjörum sem best bjóðast hverju sinni. Þeir hafa úr ýmsum fjárfestingakostum að velja og hér verður fjallað um fjárfestingar þeirra í óskráðum bréfum og áhættufjármagns-fjárfestingum. Farið er yfir þau lög og reglur sem lífeyrissjóðir verða að fylgja við fjárfestingar. Hugtök er varða þessar fjárfestingar eru skýrð og farið í gegnum mögulegar bókhaldsaðferðir og mun á þeim. Ávöxtun þessara fjárfestinga er borin saman við hefðbundnar hlutabréfavísitölur og skoðað hvernig þær geta minnkað áhættu í hefðbundnu hlutabréfasafni. Farið er í gegnum kostgæfnisathugun sem sýnir hvernig unnt er að meta gæði fjárfestinganna þar sem ekki er hægt að meta óskráð hlutabréf á sama hátt og skráð hlutabréf. Tekið er dæmi um íslenskan framtakssjóð og farið yfir það hvort að framtaksfjárfestingar séu ákjósanlegur eignaflokkur fyrir lífeyrissjóði. Stjórnir margra lífeyrissjóða hafa tekið upp þá stefnu að fjárfesta siðferðislega og er fjallað um það í stórum dráttum. Getu lífeyrissjóðanna til að meta fjárfestingar af þessu tagi er velt upp og að lokum eru tekin dæmi um fjárfestingar einstakra lífeyrissjóða í óskráðum bréfum sem og áhættufjármagnsfjárfestingum. Í ljós kemur að það regluverk sem sjóðunum ber að fara eftir er ekki nægilega sterkt og þarfnast endurskoðunar. Takmarka þyrfti völd stjórna lífeyrissjóðanna á þann veg að þær geti ekki fundið sjóðnum annað hlutverk en lög gera ráð fyrir en það er nú að hámarka ávöxtun. Þá þarf sérstaklega að huga vel að áhættudreifingu við fjárfestingar og tryggja að hagur sjóðfélaga sé sem mestur.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5208


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.S.ritgerð Harpa Ingólfsdóttir Gígja.pdf498.45 kBLokaðurHeildartextiPDF