is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5209

Titill: 
 • Alþjóðamarkaðssetning. Tilviksrannsókn íslenskra fyrirtækja í markaðssetningu erlendis
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis er að skilgreina alþjóðamarkaðssetningu með tilliti til menningarmunar. Helstu aðferðir við markaðssetningu eru útskýrðar og hvernig er best að beita þeim við alþjóðamarkaðssetningu. Farið er í skilgreiningu menningar, hvernig hún lærist og hversu mikilvægt menningarlæsi er. Fræðilegum menningarrömmum eru gerð góð skil og helstu fræðimenn menningarrannsókna eru teknir fyrir.
  Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar um rannsókn sem fór fram vorið 2010. Tekin voru tvö íslensk fyrirtæki sem hafa farið í útrás og selja sína vörur og þjónustu erlendis. Framkvæmd var tilviksrannsókn þar sem hvert fyrirtæki var greint eitt og sér og síðan voru fyrirtækin borin saman. Gagna var aflað með hálf-opnum einstaklingsviðtölum og voru viðmælendur starfsmenn markaðsdeilda fyrirtækjanna. Rannsóknarspurningin var: ,,Hvaða lærdóma má draga af reynslu íslenskra fyrirtækja af sókn þeirra inn á erlenda markaði?” Viðtölin fóru fram í mars 2010.
  Íslensk fyrirtæki nota markaðsfræðina vel. Helstu lærdóma má draga að skilgreina þarf markhópinn vel og hvernig fyrirtækið ætla að uppfylla þarfir og óskir hópsins. Velja skal einn af söluráðunum til að ná því markmiði, hversu mikla áherslu skal leggja á hvern söluráða. Hvernig samkeppnisaðilar hagar sér á markaðnum er mikilvægt og hvernig markhópurinn bregst við þeim. Athuga þarf vel relgur og lög landsins og gæta þarf þess að lenda ekki í ágreiningu við þegna eða stjórnvöld.
  Menning er torskilið hugtak og þurfa íslensk fyrirtæki að kynna sér vel ókunna markaði og láta menninguna vinna fyrir sig m.a. með hjálp frá heimamönnum. Hægt er að nota fyrirliggjandi gögn en þegar starfsemin er orðin stór í öðru landi þurfa fyrirtæki að gera fræðilega úttekt á menningu landsins og jafnvel ráða ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í slíkum úttektum. Fyrirtækið gæti verið að missa ákveðna hópa neytenda sem það gæti annars náð til. Auglýsingar og kynningar fyrirtækja þurfa að höfða til markhópsins.

Samþykkt: 
 • 12.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs-ritgerd-ST.pdf423.85 kBLokaðurHeildartextiPDF