is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5211

Titill: 
  • Áhrif innköllunar vara á ímynd fyrirtækis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa lokaverkefnis er að kanna áhrif innköllunar vara á ímynd fyrirtækis. Toyota er notað sem dæmi, þar sem Toyota á Íslandi þurfti nýlega að innkalla yfir 5000 bíla vegna mögulegs vandamáls í eldsneytisgjöf.
    Ritgerðinni er skipt í tvo hluta. Sá fyrri er fræðilegur þar sem farið er yfir hugtök tengd vörumerkjavirði og áfallastjórnun. Í síðari hlutanum er greint frá niðurstöðum rannsóknar, þar sem megin markmið var að kanna hvort innköllun Toyota á Íslandi á bílum sínum hefði annars konar áhrif á ímynd þeirra sem eru viðskiptavinir fyrirtækisins en þeirra sem ekki eru viðskiptavinir þess. Tilgátan sem sett er fram er að innköllun vara hafi neikvæðari áhrif á ímynd þeirra sem eru ekki viðskiptavinir fyrirtækisins heldur en á ímynd viðskiptavina. Sendur var út spurningalisti af vefsíðunni www.createsurvey.com, á alla framhaldsnema við Háskóla Íslands. Alls svöruðu 410 spurningalistanum og voru gögnin hreinsuð í Excel og svo greind í tölfræðiforritinu SPSS.
    Niðurstöður leiddu í ljós að langflestum þátttakendum þykir Toyota á Íslandi hafa staðið vel að innkölluninni á bílum sínum. Skiptar skoðanir eru um hvaða áhrif innköllunin hefur á þá ímynd sem þátttakendur hafa af fyrirtækinu, en þriðjungur telur innköllunina ekki hafa haft nein áhrif. Konur töldu innköllunina hafa jákvæðari áhrif á þá ímynd sem þær hafa af Toyota á Íslandi heldur en karlar. Í ljós kom að viðskiptavinir Toyota eru jákvæðari gagnvart innkölluninni heldur en þeir sem eru ekki viðskiptavinir fyrirtækisins. Einnig töldu þeir innköllunina hafa betri áhrif á ímynd þeirra af fyrirtækinu heldur en þeir sem ekki eru viðskiptavinir.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Lokauppkast.pdf346.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna