en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5213

Title: 
 • Title is in Icelandic Vitið í verð. Auðlindasýn á samhengi þekkingarstjórnunar og árangurs lítilla og meðalstórra íslenskra nýsköpunarfyrirtækja
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Viðfangsefni verkefnisins er auðlindasýn á þekkingarstjórnun lítilla og meðalstórra nýsköpunarfyrirtækja. Í þeim tilgangi er kannað hvort þekkingarstjórnun skapi grunn fyrir árangur fyrirtækjanna.
  Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif þekkingarstjórnunar á árangur lítilla og meðalstórra íslenskra nýsköpunarfyrirtækja með sérstakri áherslu á vöxt þeirra. Í þessari rannsókn er megindlegri aðferðafræði beitt til að kanna áhrif athafna þekkingarstjórnunar á árangur 90 nýsköpunarfyrirtækja. Stuðst er við könnun á þekkingarstjórnun lítilla og meðalstórra finnskra fyrirtækja.
  Fræðilegur grunnur umræðna í ritgerðinni byggir á auðlindasýn Penrose (1959) og samkeppnishæfni Barney (1991). Gengið er út frá því sjónarmiði að þekkingarstjórnun miði að því að virkja þekkingarverðmæti til verðmætasköpunar (Sveiby, 1997) sem aftur leiðir til samkeppnisforskots.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tengsl eru á milli þekkingarverðmæta og árangurs fyrirtækjanna. Einnig kom í ljós að hraðvaxta fyrirtæki leggja jafna áherslu á alla þætti þekkingarverðmæta, mannauð, skipulagsauð og viðskiptaauð. Þessar niðurstöður eru sambærilegar niðurstöðum finnsku könnunarinnar. Þó svo að stjórnendur íslenskra nýsköpunarfyrirtækja virðast hafa mikla þekkingarvitund er ekki hægt að greina fylgni á milli vaxtar nýsköpunarfyrirtækja og þekkingarvitundar ólíkt niðurstöðum finnsku rannsóknarinnar.

Accepted: 
 • May 12, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5213


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS_stjornun_3010622499.pdf1.46 MBOpenHeildartextiPDFView/Open