is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5214

Titill: 
  • Atferlishagfræðin: Tekist á við takmarkaða skynsemi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Er manneskjan fullkomin? Tökum við daglega rökréttar og vel ígrundaðar ákvarðanir sem hámarka nyt okkar hverju sinni? Ef ekki, er þá rétt að byggja líkön og kenningar á þeirri forsendu að einstaklingurinn sé hagsýnn? Atferlishagfræðingar telja að svo sé ekki. Ólíkt klassísku hagfræðinni, þá byggja líkön og kenningar atferlishagfræðinnar ekki á þeirri forsendu að einstaklingurinn sé homo economicus, eða hinn hagsýni maður. Í atferlishagfræðinni er gengið út frá því að einstaklingurinn geti verið órökvís, oft á mjög fyrirsjáanlegan hátt, og taki ekki alltaf ákvarðanir sem hámarka nyt hans. Til að lýsa þessari hegðun þá annað tveggja innleiða atferlishagfræðingar sálfræðilegar breytur í líkön og kenningar hagfræðinnar, eða hanna nýjar kenningar frá grunni og líkön sem byggja að einhverju leyti á sálfræðilegum forsendum um hegðun einstaklingsins.
    Tilgangur þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir þeirri ört vaxandi fræðigrein sem kennd er við atferlishagfræðina. Kannað verður hvernig atferlishagfræðin sker sig frá hinni hefðbundnu hagfræði, og greint verður frá ýmsum kenningum og líkönum hennar sem atferlishagfræðingar telja að lýsi raunveruleikanum betur en kenningar og líkön klassísku hagfræðinnar. Einnig verða gert grein fyrir ýmissi gagnrýni fræðimanna á atferlishagfræðina og mótrökum. Að lokum verður litið til íslenskra aðstæðna og kannað hvort atferlishagfræðin geti að einhverju leyti útskýrt aðdraganda og orsakir þess ástands sem hagkerfi landsins er nú í.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5214


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Atferlishagfræði.pdf911.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna