is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5219

Titill: 
  • Markmið fyrirtækja með kostun. Hver er árangurinn?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að fjalla um markmið fyrirtækja með kostun og hvernig árangur tengdur kostunarstarfsemi er mældur. Fjallað er um hugtakið ásamt tengingu þess við viðburði og hvernig fyrirtæki hagnýta sér starfsemina. Hér eru einnig skoðaðar þær hliðar sem mælt er með við val á viðburði til að kosta, ásamt því sem ætti að hafa í huga.
    Fjallað er um rannsókn sem höfundur framkvæmdi vorið 2010 með tveimur rannsóknaraðferðum. Annars vegar eigindlegar rannsóknaraðferðir sem voru notaðar til að afla upplýsinga um markmið Símans, Landsbankans og Ölgerðarinnar með kostun á efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu, árangur tengdum kostunarstarfseminni og hvernig hann var mældur. Hins vegar var stuðst við megindlegar rannsóknaraðferðir til að rannsaka viðhorf fólks gagnvart kostunarstarfsemi í íþróttum. Þar voru svarendur beðnir um að segja til um hversu sammála eða ósammála þeir væru sjö fullyrðingum tengdum kostunarstarfsemi í íþróttum. Markmið Símans með kostuninni voru að bæta ímynd fyrirtækisins, tengjast íslenskri knattspyrnu, styrkja íslenska knattspyrnu, auka vitund neytenda um vörumerkið, auka sýnileika deildanna og skapa viðskiptavild. Landsbankadeildin var ímyndunarherferð fyrir Landsbankann og átti hún að vera vettvangur til að styrkja íslenskt íþróttalíf og var tækifæri til að efla tengsl við viðskiptavini. Ölgerðin vildu auka sölu á Pepsi með kostuninni ásamt því að tengja það við íslenska knattspyrnu og þannig auka vitund neytenda um vörumerkið til að skapa vörumerkjavirði. Síminn og Landsbankinn studdust við vitundarkannanir við mælingu á árangri tengdum kostuninni. Landsbankinn mældi einnig ímyndunaráhrifin en Pepsi notaðist við markaðshlutdeild sem mælikvarða.
    Könnunin sem var framkvæmd með þægindaúrtaki, leiddi í ljós að viðhorf fólks gagnvart kostunarstarfsemi í íþróttum er jákvætt. Svarendur töldu að fyrirtæki öðlist betri ímynd, sýni að þau séu samfélagslega ábyrg og að þau séu að gera góðverk. Meðal svarenda töldu 44% þeirra sig hafa þekkingu á núverandi kostunaraðila efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu en 39,1% á kostunaraðilanum á undan núverandi, en 15% töldu sig hafa þekkingu á kostunaraðilanum á undan núverandi og seinasta kostunaraðila.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5219


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markmið fyrirtækja með kostun. Hver er árangurinn.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna