is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5223

Titill: 
  • Viðhorf starfsfólks til áhrifa stjórnenda á starfsánægju og fyrirtækjamenningu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er þríþætt. Í fyrstu er fræðileg umfjöllun þar sem fjallað er um hvað einkennir góða stjórnendur, starfsánægju og fyrirtækjamenningu. Því næst verður farið yfir helstu skilgreiningar, kenningar og rannsóknir á þessum þáttum. Í þriðja lagi er rannsókn þar sem kannað er meðal starfsfólks fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins, hvaða viðhorf þau hafa á áhrifum stjórnenda á starfsánægju og fyrirtækjamenningu.
    Notuð var megindleg rannsóknaraðferð og sendur út rafrænn spurningalisti til þátttakenda. Við gerð spurningalistans var stuðst við spurningar úr Evrópsku starfsánægjuvísitölunni og spurningar Denison um fyrirtækjamenningu. Valin voru fyrirtæki hjá Samtökum iðnaðarins og tóku átta fyrirtæki þátt, starfsmannafjöldi fyrirtækjanna var frá 20-120 starfsmenn. Könnunin var framkvæmd í apríl 2010 og var Excel notað til tölfræðilegrar úrvinnslu.
    Rannsóknarspurningarnar eru þrjár:
    -Hvaða þættir hafa áhrif á starfsánægju starfsfólks?
    -Hafa stjórnendur áhrif á starfsánægju starfsfólks?
    -Hefur stjórnun áhrif á starfsánægju og tryggð starfsfólks við fyrirtækið?
    Í upphafi voru lagðar fram þrjár tilgátur. Tilgáta eitt er að góðir stjórnendur hafi þau áhrif á starfsfólkið að starfsánægja eykst og var sú tilgáta studd. Tilgáta númer tvö er að góðir stjórnendur ná meiri árangri með starfsfólkið sem leiðir til betri árangurs hjá fyrirtækjum, þessi tilgáta var studd. Tilgáta númer þrjú í rannsókninni var sú að stjórnendur hafi áhrif á fyrirtækjamenningu og starfsanda, sú tilgáta var studd.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að meirihluti þátttakenda var ánægður með stjórnun fyrirtækisins í heild og sinn næsta yfirmann. Afgerandi meirihluti var sammála því að stjórnendur hafi áhrif á starfsánægju starfsfólks og einnig voru flestir þátttakendur sammála um að stjórnendur hefðu áhrif á fyrirtækjamenningu. Niðurstöður sýndu fram á að stjórnendur mættu hrósa meira fyrir vel unnin störf. Þeir þættir sem hafa einna helst áhrif á starfsánægju eru samstarf við annað starfsfólk og sá þáttur sem kom þar á eftir var starf og starfsskilyrði.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð í mannauðsstjórnun - Heild.pdf2,2 MBLokaðurHeildartextiPDF
Útdráttur.pdf19,41 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf42,36 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna