is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5226

Titill: 
 • Markþjálfun: Tilviksrannsókn hjá Skiptum ehf. „Ég var í svartnætti skal ég segja þér og fór svo út í sólina“
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsóknarritgerð er fjallað fræðilega um fyrirbærið markþjálfun (e.coaching) og greint frá tilviksrannsókn (e. case study) á meðal stjórnenda og starfsmanna Skipta sem hafa notið markþjálfunar. Markmiðið er að varpa ljósi á fyrirbærið markþjálfun og öðlast þekkingu og skilning á markþjálfunarreynslu stjórnanda og starfsmanna Skipta.
  Leitað var svara við því hvers konar fyrirbæri markþjálfun væri. Í tilviksrannsókninni var rannsakað hvernig fyrirtækið nýtti markþjálfun og hver væri reynsla og upplifun stjórnenda og starfsmanna af markþjálfun og innanhúss og/eða utanhússmarkþjálfun.
  Rannsakandi beitti eigindlegri aðferðafræði. Viðtalið er sú aðferð sem hann notaði. Sniðið var tilviksrannsókn. Rannsakandi tók ellefu viðtöl við stjórnendur og starfsmenn Skipta.
  Markþjálfun er ákveðin ,,spurningaaðferð” sem lýkur upp möguleikum starfsfólks til þess ná framúrskarandi frammistöðu og stuðlar að lærdómi. Viðmælendur sögðu að enginn skyldi fara í markþjálfun nema með skýran tilgang og framkvæmanleg markmið.
  Viðmælendur mátu markþjálfun mikils og var reynsla þeirra jákvæð. Þeir voru sáttir við störf markþjálfa fyrirtækisins sem og utanhússmarkþjálfa. Viðmælendur sögðust hafa lært mikið, eins og þeir kynntust sjálfum sér betur, lærðu að setja sér markmið, bættu samskipti, forgangsröðuðu verkefnum, nýttu þekkingu sína betur, horfðust í augu við eigin tilfinningar, þekktu betur veikleika sína og styrkleika og starfsánægja þeirra jókst.

Samþykkt: 
 • 12.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5226


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð í mannauðsstjórnun 12.mai.pdf1.01 MBLokaðurHeildartextiPDF