Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5231
Viðfangsefni ritgerðarinnar er aðallega að fjalla um starfsemi og skipulagsmál
Landsambands Hestamannafélaga og annarra aðila er koma að félags- og hagsmunamálum hestamanna með það að markmiði að leita svara við spurningunni “hvað ræður því að aðildarfélög innan hestamennskunnar geti ekki unnið nánar saman?”.
Í upphafi ritgerðarinnar er almennt fjallað um aðferðarfræði og fjallað útskýrt við hvað
sé átt með stjórnun, skipulagsheildum og stefnumótun. Þá er fjallað um skilgreininguna á stefnumótunarferlinu og/eða stefnumiðaðri stjórnun. Í meginhluta
ritgerðarinnar er fjallað um sögu helstu hagsmunafélaga í íslenskri hestamennsku og
gerð nokkur grein fyrir stöðu félaganna við stofnun þeirra og í dag. Birtar eru
niðurstöður kannana sem höfundur gerði á meðal þingfulltrúa Landssambands
Hestamannafélaga á landsþingi sambandsins haustið 2004 og á meðal hestamanna á
fundum í hestamannafélögum sumarið 2009.
Togstreyta og ágreiningsmál milli forystumanna hagsmunafélaga í íslenskri
hestamennsku hafa sett svip á starfsemina og virðist hafa verið þrándur í götu fyrir
skilvirkri stefnumótun – samvinnu félaganna og komið í veg fyrir tilraunir til þess að
fara nýjar leiðir. Þeir sem svöruðu rannsóknarspurningum voru sammála um að rétt
sé að standa að hagkvæmniathugun til að skoða hvort annað og breytt fyrirkomulag í
félagsmálum hestamanna þjóni betur hagsmunum þeirra heldur en núverandi fyrirkomulag.
Það er niðurstaða mín að eðlilegt og rétt sé af umræddum hagsmunafélögum að sameinast um vinnu og undirbúning að samræmdri langtímaáætlun (stefnumótun) fyrir alla þætti hestamennskunnar á Íslandi. Þannig megi marka framtíðarstefnu til að ná fram sameiginlegum markmiðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-ritgerð 2010.pdf | 393,29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |