is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5232

Titill: 
 • Bankar og endurskipulagning fyrirtækja
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er yfirtaka banka á skuldsettum fyrirtækjum og áhrif slíkra yfirtakna á samkeppnismarkað. Einnig eru ástæður hérlendis bornar saman við svipaðar aðstæður sem komið hafa upp í öðrum löndum.
  Skuldavandi fyrirtækja hefur aukist síðastliðin tvö ár vegna breyttra aðstæðna á fjármálamarkaði. Mörg ógjaldfær fyrirtæki hafa farið í þrot, en önnur hafa fengið aðstoð við greiðsluaðlögun og rekstur. Forsendur fyrir yfirtöku og endurskipulagningu banka á fyrirtækjum eru fjölmargar, en umfram allt þarf yfirtekna fyrirtækið að hafa rekstrargrundvöll. Þegar banki yfirtekur fyrirtæki þá umbreytir hann skuldum í hlutafé. Með slíkri umbreytingu felst óhjákvæmilega einhver afskrift skulda, því erfitt er fyrir bankann að endurheimta allar kröfur með sölu á fyrirtækinu síðar. Eignir sem bankarnir yfirtaka eru settar inn í eignaumsýslufélög, og hafa allir bankarnir sér eignaumsýslufélag fyrir atvinnufyrirtæki.
  Keppinautar yfirteknu aðilanna á markaði hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna óeðlilegra áhrifa inngripa bankanna á samkeppni. Keppinautarnir óttast meðal annars að yfirtekin félög geti náð yfirburða stöðu á markaði í krafti fjársterks bakhjarls. Yfirteknu fyrirtækin eru stór á íslenskan mælikvarða og flest á fákeppnismarkaði, þar sem á samkeppni er hvað viðkvæmust og mikið munar um brottfall eins fyrirtækis. Því hefur Samkeppniseftirlitið bent á að það þjóni ekki hagsmunum neytenda að setja stórfyrirtæki í fákeppni í gjaldþrotameðferð.
  Tilgangur banka með yfirtöku fyrirtækja er að hámarka endurheimtu krafna. Samkvæmt lögum er bönkum heimilt að yfirtaka fyrirtæki í þessum tilgangi, en þeir hafa ekki heimild til að reka fyrirtæki í óskyldum rekstri á samkeppnismarkaði til lengri tíma. Einnig þykir óeðlilegt að bankar taki þátt rekstraráhættu fyrirtækja.
  Ástandið á fjármálamarkaði í Japan og Suður-Kóreu á stíunda áratug síðustu aldar má að einhverju leyti heimfæra á Ísland nú. Óskynsamlegar lánveitingar japanskra banka til óskilvirkra fyrirtækja höfðu neikvæð áhrif á samkeppni og hægðu á hagvexti. Japönsk stjórnvöld voru lengi að bregðast við og það bæði dýpkaði og lengdi áhrif kreppunnar þar í landi. Suður-Kórea lenti í tvíburakreppu (gjaldeyris- og bankakreppu) líkt og Íslendingar. Skjót viðbrögð stjórnvalda og aðhald vegna skilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lánveitingu urðu til þess að áhrif kreppunnar urðu skammvinnari en í Japan.

Samþykkt: 
 • 12.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bankar_og_endurskipulagning_fyrirtaekja.pdf411.74 kBLokaðurHeildartextiPDF