is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5245

Titill: 
  • Innistæðutryggingar og freistnivandinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Innistæðutryggingum er ætlað að stuðla að stöðugleika í fjármálakerfinu með því að vernda fjármagnseigendur fyrir áföllum í bankakerfinu og koma í veg fyrir kerfisbundin áhlaup á banka. Tilefnislaus áhlaup á banka eru samfélaginu mjög kostnaðarsöm og er megintilgangur innistæðutrygginga að koma í veg fyrir þau.
    Við framkvæmd innistæðutryggingakerfisins skapast ýmsir erfiðleikar og má þar helst nefna freistnivandamálið svokallaða. Það lýsir sér í aukinni áhættusækni bæði innistæðueigenda og banka sem heyra undir tryggingakerfið. Neytendur missa hvata til að vanda valið á bönkum og gera lítið til að meta frammistöðu þeirra. Þetta leiðir oftar en ekki til aukinnar áhættusækni banka sem í ófáum tilvikum hefur leitt til meiri fjármálaóstöðugleika en í fjarveru innistæðutrygginga. Gögn frá Bandaríkjunum sýna hvernig afar slæm bankakreppa fylgdi mistökum við framkvæmd innistæðutrygginga á níunda áratug síðustu aldar.
    Ljóst er að mjög þarf að vanda framkvæmdina og þarf bæði að stilla hámarkstryggingu rétt sem og að koma á fót kerfi sem stuðlar að aga á markaði. Hægt er að koma á aga með því að virkja bæði fjármagnseigendur og banka. Þannig væri hægt að meta frammistöðu og gera samkeppni á bankamarkaði virkari. Ekki síður er mikilvægt að sterkt stofnanaverk sé til staðar í ríkjum sem hafa nægt bolmagn til að framfylgja innistæðutryggingakerfinu og þeim vandkvæðum sem því fylgja. Þó vissir vankantar séu á innistæðutryggingakerfinu þá þykir ljóst að kerfið er ein af grunnstoðum bankakerfisins í að tryggja stöðugleika á markaði og koma í veg fyrir óþarfa áhlaup á banka, sem leitt gæti til kerfishruns.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSRitgerð Lokaútgáfa.pdf445.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna