Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5246
Tilgangur þessara rannsóknar var að meta geislaskammta vegna tölvusneiðmynda af kransæðum í þremur mismunandi tækjum sem staðsett eru í Læknisfræðilegri myndgreiningu (tæki A), á Landspítala (tæki B) og Sjúkrahúsinu á Akureyri (tæki C).
Gildi fyrir DLP og CTDI voru skráð niður og fengin úr gagnagrunni tækjanna sem gefa upp áætlaða geislaskammta sem sjúklingur fær við rannsókn. Þau gildi voru borin saman við reiknuð gildi sem fengin voru út frá geislaálagsforritinu CT-Expo. Tökugildin voru einnig skráð niður út frá aðferðalýsingu tækjanna.
Niðurstöður rannsóknar voru að munur er á geislaskömmtum eftir því hvar TS-kransæðarannsókn er framkvæmd. Geislaskammtar mældust mestir í tæki A.
Dregnar voru þær ályktanir að mestu geislaskammtar mældust í tæki A, þar sem flestar kransæðarannsóknir eru gerðar á Íslandi. Í tæki B hafa nánast engar kransæðarannsóknir verið framkvæmdar og því gæti þurft að þróa aðferðalýsinguna betur. Varðandi tæki A þá þyrfti að leita leiða til að minnka geislaskammtinn. Minnstu geislaskammtar mældust í tæki C, sem hefur öflugan straummótunarbúnað og er helsta ástæða fyrir lægri geislaskömmtum. Munurinn á geislaskömmtunum í tæki A og B liggur helst í mun á aðferðalýsingu tækjanna, það er að segja kílóvoltunum, en þau voru hæst í tæki A.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Geislaskammtar_i_tölvusneiðmyndarannsókn_af_kransæðum.pdf | 875,33 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |