Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5248
Í ritgerðinni hér á eftir verður stuttlega farið yfir sögu húmors og þær kenningar sem settar hafa verið fram honum til útskýringar. Í forgrunni eru kenningar rússneska formalistans Mikaíls Bakhtíns annarsvegar og GTVH kerfið hinsvegar. Báðar kenningarnar leitast við að greina einhverskonar ástæður á bakvið húmor og mynda kerfi sem hægt er að nota til greiningar á öðrum verkum. Kenningar Bakhtíns snúa mestmegnis að því sálræna í húmor og hvernig hann tengist öðrum þáttum menningar og sögu. GTVH kerfið er í raun algjör andstæða við kenningar Bakhtíns og samanstendur af nokkrum liðum greininga. Grunnhugmyndin er sú að undirliggjandi rökvillur texta skapi húmor og kerfið snýr að greiningu og flokkun slíkra villna. Eftir greiningu kenninganna eru valin brot úr verkum François Rabelais tekin til samhliða greiningar útfrá báðum kerfum og niðurstöður skoðaðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
download.pdf | 138,43 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |