is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5250

Titill: 
  • Skuldatryggingar og aðrar lánaafleiður og áhrif þeirra á fjármálahrunið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um skuldatryggingar og aðrar lánaafleiður. Nokkrar helstu tegundir lánaafleiða eru kynntar og útskýrt er hvernig samningum með þær er háttað. Skuldatryggingar eru sérstaklega teknar fyrir, uppbygging samnings og saga þeirra skoðuð, einnig er útskýrt hvernig skuldatryggingarálag er reiknað. Reynt var að varpa ljósi á hvort skuldatryggingar og aðrar lánaafleiður hafi haft áhrif á fjármálahrunið.
    Viðskipti með skuldatryggingar hafa aukist gífurlega seinasta áratuginn, sérstaklega viðskipti sem átt eru með skuldatryggingar í spákaupmennsku. Þegar athugað var hvernig lánaafleiður voru notaðar hjá bönkunum hér á landi sést að þær voru ekki notaðar til áhættustjórnunar heldur, sem dæmi, til að hafa áhrif á skuldatryggingarálag bankans eða koma bankanum frá ítarlegri skoðun fjármálaeftirlitsins vegna of lágs eiginfjárgrunns miðað við áhættugrunn.
    Með þessari notkun lánaafleiðanna í aðdraganda fjármálahrunsins má sjá að þær voru þáttur sem hafði áhrif á fjármálahrunið en voru líklega ekki orsök þess þar sem mun fleiri þættir koma þar að. Með hertari lögum og reglugerðum varðandi lánaafleiðusamninga og með því að koma viðskiptum með þær á skipulega markaði mætti komast hjá því að lánaafleiður séu notaðir á þann hátt sem raun bar vitni í aðdraganda fjármálahrunsins og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig varðandi þær.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5250


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skuldatryggingar og aðrar lánaafleiður og áhrif þeirra á fjármálahrunið.pdf230.56 kBLokaðurHeildartextiPDF