is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5260

Titill: 
 • Svipgerðagreining á β-laktam ónæmi hjá Enterobacteriaceae
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að kann hvort hægt væri að finna aðferð til að greina ESBL og AmpC hjá bakteríum af ættkvísl Enterobacteriaceae sem síðar mætti svo setja inn í rútínu-greiningu á Sýklafræðideild LSH.
  Í þessari rannsókn voru notaðir klínískir stofnar úr stofnasafni Sýklafræðideildar LSH sem valdir voru út frá greiningu á Sýklafræðideild, stofnar með þekkta svipgerð frá UKNEQAS og stofnar frá Arnfinn Sundsfjord, Háskólasjúkrahúsinu í Tromsö, Noregi sem voru með þekkta svip- og arfgerð. Á öllum þessum stofnum voru gerð næmispróf með skífum sem innihéldu kefalósporín, β-laktamasa hamlara (klavúlan sýru, oxasillín og bórsýru) eða hvorutveggja. Þau voru síðan notuð til þess að greina ESBL eða AmpC myndun hjá bakteríunum. Prófin byggð-ust ýmist á samvirkni á milli tveggja skífa, eða mælingum á hindrunarsónum kringum skíf-urnar.
  Helstu niðurstöður voru þær að ESBL fannst hjá 59 klínískum stofnum en á Sýklafræðideild LSH voru aðeins 50 stofnar ESBL jákvæðir í staðfestingarprófi. AmpC fannst hjá 112 stofn-um og þar af voru 10 Klebsiella spp sem merkir að þeir hafa AmpC á plasmíðum þar sem AmpC er ekki kóðað á litningi hjá þeim. ESBL samvirknipróf greindi 55 stofna en ESBL skífupróf greindi 51 stofn. Þó reyndist ekki vera tölfræðilegur marktækur munur á þessum tveimur aðferðum. Á meðal AmpC prófanna virtist samvirkni með bórsýru koma best út en þó var ekki tölfræðilega marktækur munur á þeirri aðferð og greiningu AmpC með oxasillín.
  Rannsóknin sannreyndi greiningargildi staðlaðra skífuprófa og samvirkniprófa til að staðfesta ESBL virkni, og var E-test prófið notað sem viðmiðunaraðferð í samanburðinum. Þessar nið-urstöður styðja innleiðingu á stöðluðum skífuprófum á Sýklafræðideild til að draga úr kostnaði sem nú hlýst af E-test prófum. Einnig fengust vísbendingar um heppilegar aðferðir til að skima fyrir AmpC á plasmíði hjá Klebsiella spp. Ráðgert er að hefja arfgerðargreiningar á prófuðum stofnum til að kanna til hlítar greiningargildi þessara svipgerðaprófa.

Samþykkt: 
 • 14.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5260


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diplómaritgerð- Eygló Ævarsdóttir.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna