Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5264
Mikil aukning hefur verið á ferðalögum á Íslandi undanfarin ár. Áberandi er að flest þeirra eiga sér stað á háannatíma sumarsins. Tröllaskagi á Norðurlandi er snjóþungt svæði að vetrarlagi og þar eru uppbyggð skíðasvæði auk fjalllendis sem nýtt er til fjalla- og gönguskíðamennsku sem og vélsleðaaksturs. Í þessari ritgerð er vetrarferðamennska á svæðinu kortlögð og staða og möguleikar svæðisins í þeim málum kannaðir. Með því að byggja upp vetrarferðamennsku á Tröllaskaga er hægt að minnka árstíðasveiflur í ferðaþjónustu á svæðinu og hægt að lengja og styrkja skíðatímabilið með auknu snjóöryggi, en auk sterks skíðalands í háum fjöllum er snjóframleiðsla á skíðasvæðinu á Dalvík nauðsynleg til að viðhalds og lengingar tímabilsins. Ýmsar hugmyndir eru uppi um uppbyggingu á svæðinu og möguleikar til framtíðar því miklir ef rétt er farið að, fjárveitingar og skipulag eru þar mikilvæg atriði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meginmál.pdf | 312,65 kB | Lokaður | Meginmál | ||
Heimildaskrá.pdf | 35,97 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Viðaukar.pdf | 65,6 kB | Lokaður | Viðaukar | ||
Forsíða, ágrip, efnisyfirlit.pdf | 200,15 kB | Opinn | Forsíða, ágrip, efnisyfirlit | Skoða/Opna |