en English is Íslenska

Thesis (Undergraduate diploma)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5265

Title: 
 • Title is in Icelandic Tölvusneiðmyndir af kransæðum. Áhrif kalks í kransæðum á greiningargildi æðarannsókna
Degree: 
 • Undergraduate diploma
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tölvusneiðmyndarannsóknir af kransæðum hafa færst mjög í aukana síðastliðin ár með komu spíraltækni og fjölsneiðatækja. Tölvusneiðmyndarannsókn af kransæðum er tvíþætt rannsókn, fyrst framkvæmd án skuggaefnis (kalkskann) og svo með skuggaefni (æðarannsókn). Út frá kalkskanni er hægt að meta kalk í kransæðum með aðferð sem gefur Agatston skor. Myndgæði tölvusneiðmyndarannsóknar af kransæðum er stór þáttur sem ræður greiningu sjúkdómsástands. Með EKG lyklun er hægt að minnka og jafnvel koma í veg fyrir hreyfimyndgalla. Þéttar kalkanir geta valdið myndgöllum þannig að erfitt getur verið að meta kransæðar á æðarannsókn en hversu mikið og í hve mörgum kransæðum þarf kalk að vera til að greiningargildi æðarannsóknar skerðist er ekki með fullu vitað. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna greiningargildi TS kransæðarannsóknar, í þeim
  tilfellum sem umtalsvert kalk er í kransæðum. Einnig að athuga hvort hægt sé að nota upplýsingar um kalkmagn á kalkskanni til að spá fyrir um gæði og gagnsemi æðarannsóknar.
  Skoðaðar voru niðurstöður og röntgensvör hjá 33 sjúklingum (29 kk, 4 kvk) með umtalsvert kalk í kransæðum (Agatston skor >300). Fjórar megin kransæðar (LM, LAD, LCX og RCA) voru skoðaðar og metnar út frá röntgensvörum og var öll umsögn um kalk og myndgalla skráð niður. Tvær aðferðir voru notaðar til að meta gæði æðarannsóknar með tilliti til myndgalla. Aðferð 1 tók til heildarfjölda
  myndgalla óháð staðsetningu en með aðferð 2 var athugað hvort myndgallar skertu greiningargildi fyrir hverja og eina æð. Reynt var að finna viðmið Agatston skors sem skildi milli góðra og lélegra rannsókna.
  Meðalaldur sjúklinganna var 64,18 ± 7,63 ár og meðal Agatston skor var 903,12 ± 899,30. Af 132 kransæðum var kalk í 114 kransæðum og myndgallar vegna kalks í 62 kransæðum. Alls voru 35 kransæðar af 62 með myndgalla sem skertu eða komu í veg fyrir greiningu æðarannsóknar. Marktæk fylgni var á milli Agatston skors og myndgalla (p-gildi<0,01). Með aðferð 1 fékkst Agatston skors viðmiðið 750 en með aðferð 2 fékkst aftur Agatston skors viðmiðið 465.
  Þegar gerð er TS kransæðarannsókn er ekki ávallt réttlætanlegt að gera æðarannsókn ef kalk í kransæðum er mikið. Upplýsingar úr kalkskanni hjálpaa til við að meta gæði og spá fyrir um gagnsemi æðarannsóknar. Ef Agatston skor er >465 er líklegt að ein eða fleiri kransæð verði með myndgalla sem minnka eða koma í veg fyrir greiningu. Má þá álykta að ávinningur sjúklings sé minni en til stóð. Það þarf þó að meta það sérstaklega hvort réttlætanlegt er að gera æðarannsókn hjá þessum hóp sjúklinga.

Description: 
 • Description is in Icelandic Ritgerðin er lokuð fram í janúar 2012.
Accepted: 
 • May 14, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5265


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Valdís Klara Guðmundsdóttir_TS af kransæðum_2010.pdf2.85 MBOpenHeildartextiPDFView/Open