is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5266

Titill: 
  • Frá kynvillu til kynhneigðar. Hvað einkennir orðræðuna nú þegar baráttan um orðin er unnin?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með verkefni þessu er að skoða umfjöllun um samkynhneigða í íslenskum prentmiðli. Til að setja þá umfjöllun í samhengi er farið yfir sögu samkynhneigðra á Íslandi og réttindabaráttu þeirra. Löggjöf sem snýr að samkynhneigðum er skoðuð í sögulegu ljósi, sem og siðareglur fjölmiðla. Stuðst er við félagsfræðilegar kenningar um frávik (e. deviance) sem vísar til hegðunar eða atferlis sem gengur þvert á þær reglur sem gilda í samfélaginu. Hugtakið siðafár (e. moral panic) er skilgreint sem aðstæður þar sem samfélagsleg gildi eru talin í hættu og eru nokkur siðafár skoðuð og greind í rannsókninni. Til viðmiðunar er rannsókn Þóru Bjarkar Hjartardóttur, Baráttan um orðin (2005) þar sem hún fjallar um baráttu samkynhneigðra um að hafa áhrif á hvaða orð eru notuð um samkynhneigð.
    Í rannsókninni er einblínt á Morgunblaðið og aðferð innihaldsgreiningar beitt. Rannsóknin er því annars vegar megindleg þar sem tölulegar upplýsingar um orðanotkun á tímabilinu 1920-2006 eru fengnar og metnar. Hins vegar er hún eigindleg þar sem orðræðan á tímabilinu 1960-2010 er skoðuð og greind. Niðurstöður sína að orðanotkun hefur tekið stakkskiptum á þeim áratugum sem skoðaðir voru, segja má að hún hafi farið frá kynvillu til kynhneigðar. Umræða um samkynhneigða fór að aukast á sjöunda ártugnum og sú aukning hefur verið stöðug. Siðafárin sem skoðuð voru sýna hvernig umræðan um samkynhneigða breytist og að hvaða leyti siðafár stuðla að breytingum. Gildishlaðin orð hafa vikið fyrir orðunum sem samkynhneigðir börðust fyrir. Hins vegar er baráttan um orðið ekki unnin. Enn er deilt um orðið hjónaband og þrátt fyrir að samkynhneigðir hafi sömu réttindi og gagnkynhneigðir þá grundvallast hjúskaparstofnun þeirra á tveimur lagabálkum.

Samþykkt: 
  • 14.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GS MA ritgerð.pdf291.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna