is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/527

Titill: 
 • Strýturnar í Eyjafirði : köfunarferðir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Áætlun þessi byggist á þeirri hugmynd Erlendar Bogasonar að bjóða ferðafólki þrjár mismunandi köfunarferðir. Þessar ferðir verða farnar niður að sérkennilegum strýtumyndunum á botni Eyjafjarðar og skipsflaki sem liggur á Pollinum. Strýturnar hafa myndast á allt að tíu þúsund ára tímabili, þegar heitt ferskvatn streymir upp úr þeim og kemst í snertingu við kaldan sjóinn. Falla þá steinefnin út og strýturnar hlaðast upp. Það hafa enn ekki fundist neinar aðrar en þessar á grunnsævi í heiminum, sem gerir þær einstakar og eftirsóknarverðar til skoðunar og rannsókna. Það er þeirra aðalstyrkur sem markaðsvöru í ferðaþjónustu.
  Víst er að stór hópur fólks stundar köfun. Markaðurinn í Ameríku hefur eitthvað verið kannaður og ef sú könnun er borin saman við könnun Ferðamálaráðs (2004) á erlendum ferðamönnum, má draga þá ályktun að sá hópur ferðamanna sem sækir Ísland heim og það fólk sem stundar köfun að einhverju ráði sé svipaður að samsetningu hvað varðar tekjur, aldur og menntun. Aðalstraumur kafara hefur legið til heitu landanna, en ferðamálafrömuðir í Bretlandi hafa orðið þess áskynja að fólk vill í ríkara mæli upplifa eitthvað nýtt og krefjandi. Kaldsjávarköfun gæti verið lausnarorðið fyrir þetta fólk, og þennan meðbyr mætti ætla að heppilegt sé að nota til að markaðssetja fyritækið. Viðskiptaáætlun verkefnisins gefur til kynna að þetta sé mjög álitlegt verkefni og muni skila góðum arði þegar fram í sækir. En til þess að svo megi verða þarf að kynna þjónustuna vel og nýta öll tækifæri til að koma henni á framfæri – og til þess þarf að útvega fé.
  Lykilorð:
  • Viðskiptaáætlun
  • Strýturnar
  • Einstök vara
  • Ferðaþjónusta
  • Kaldsjávarköfun

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri frá og með 13.05.2015
Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
stryturnar.pdf599.21 kBTakmarkaðurHeildartextiPDF
stryturnar_e.pdf95.49 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
stryturnar_h.pdf162.53 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
stryturnar_u.pdf89.6 kBOpinnStrýturnar í Eyjafirði - útdrátturPDFSkoða/Opna