is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5272

Titill: 
 • „Ekkert lögmál er öllum þekkt.“ Hefðir og lífsstíll 1% mótorhjólamanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Heimildaritgerð þessi er byggð á fyrirliggjandi gögnum sem til eru um 1% útlagamótorhjólaklúbba og er aðallega stuðst við erlendar bækur. Skoðuð verður skipulögð glæpastarfsemi almennt og hennar einkenni. Almennt verður farið í hvað er og hverjir eru 1% útlagamótorhjólaklúbbar. Sérstök áhersla verður lögð á Hells Angels og Mongols en á milli þeirra er hatrömm barátta.
  Í yfirferð um Hells Angels verður tekið fyrir upphaf klúbbsins, almennt um félagssamtökin og meðlimaferli. Einkennismerki verða tekin fyrir og viðhorf meðlima til kvenna. Farið verður í starfsemi Hells Angels á heimsvísu og hvernig Hells Angels spilla aðilum innan yfirvalda eftir hentisemi.
  Svipuð yfirferð verður rakin í umfjöllun um Mongols.
  Upphaf íslenskrar mótorhjólamenningar og Landssamband íslenskra mótorhjólaklúbba verður tekið fyrir. Fjallað verður lítillega um íslensku klúbbanna Eldingu, Elju og Sniglana. Áhersla verður lögð á gamla Fáfni sem eru staddir í inngönguferli í Hells Angels klúbbinn.
  Markmið þessarar umfjöllunar er að varpa ljósi á heim 1% gengja og verða reglur og hefðir Hells Angels og Mongols teknar fyrir. Athugað verður hvort fyrirliggjandi gögn styðji þá hugmynd að Hells Angels sé skipulögð glæpastarfsemi eða ekki. Erlendar heimildir sýna að glæpir fylgja útlagamótorhjólaklúbbum sem flokka sig sem 1%. Íslenskar heimildir sýna að lögreglan óttast gengjastríð hér á landi ef meðlimir gamla Fáfnis verða að fullgildum meðlimum Hells Angels. Meðlimir sjálfir telja þetta óþarfa áhyggjur. Ekki er hægt að gera sér fyrirfram hugmynd um hvað geti gerst ef fullgild félagsdeild Hells Angels kemur sér fyrir á Íslandi. Ólíklegt er að þeir verði öðruvísi en annarsstaðar.

Samþykkt: 
 • 14.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5272


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_1.pdf665.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna