is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5277

Titill: 
  • Er þetta list? Um postmortem ljósmyndir og listræn sjónarmið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um ljósmyndir af látnum og spurt er hvort að þær geti verið metnar á fagurfræðilegum grundvelli. Myndatökur af þessu tagi hafa fylgt ljósmyndahefðinni frá upphafi, en vegna þess hversu persónulegar þær eru hafa þær verið einkamál fjölskyldunnar. Myndir sem sýna látið fólk hafa því ekki verið mjög sýnilegar, en ljóst er að þær eru umdeildar og jafnvel fordæmdar af sumum. Ritgerðin skiptist í 3 hluta, en í fyrri hluta í fyrsta kafla eru settar fram nokkrar mikilvægar kenningar um ljósmyndina, hlutverk hennar og eiginleika. Í seinni undirkaflanum má finna umfjöllun um upphaf þessarar tegundar af myndatöku og það tengt við myndlistarhefð, sem var til staðar fyrir tíma myndavélarinnar.
    Í öðrum kafla er fjallað um birtingarmyndir dauðans í erlendum og íslenskum sýningum, sem og í fjölmiðlum. Einnig er samband mannsins við eigin endalok skoðað á fræðilegum grundvelli. Í fyrri undirkaflanum er varpað ljósi á hvernig nútímasamfélög hafa minnkað öll afskipti af dauðanum og gert hann útlægan að vissu leyti. Í seinni undirkaflanum er fjallað um gagnrýni sem ljósmyndir af látnum hafa hlotið og því er lýst hversu stórt hlutverk persónulegur bakgrunnur hvers og eins spilar þegar það kemur að því að meta hvað sé list og hvað ekki. Fagurfræðilegar kröfur eru þar háværar.
    Í þriðja hluta ritgerðarinnar er unnið úr viðtölum við aðstandendur andvana fæddra barna, sem eiga ljósmyndir af börnunum sínum. Möguleg tengsl myndanna við listheiminn voru skoðuð með viðmælendunum og til að skoða þau tengsl nánar eru þrjár myndir settar fram. Kenningar úr fyrri hlutum ritgerðarinnar eru notaðar til að styðja við textann og myndirnar. Ritgerðin í heild var skrifuð til að leitast við að afhjúpa ljósmyndir af þessu tagi, draga þær fram í dagsljósið og sjá hvernig birtan leikur þær. Er þetta list eða eru ljósmyndir af látnum best geymdar uppi á háalofti?

Samþykkt: 
  • 14.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ágrip.pdf38.65 kBOpinnÁgripPDFSkoða/Opna
Hugvisindasvid_forsida_ritgerda.pdf84.21 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Hugvisindasvid_titilsida_ritgerda.pdf55.11 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Meginmál.pdf1.5 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna