is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/528

Titill: 
  • Stefnumótun og framtíðarsýn : Rannsókna- og fræðasetrið í Vestmannaeyjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins er að vinna stefnumótun fyrir Rannsókna- og fræðasetrið í Vestmannaeyjum. Setrið er samansafn stofnana á sviði rannsókna, fræðslu og annarrar þjónustu. Innan veggja Setursins starfa 10 stofnanir þar af eru 8 sem tengjast umfjöllun ritgerðarinnar. Farið verður ofan í saumana á því stefnumiðaða samstarfi sem á sér stað á meðal þessara stofnana. Við stofnun Setursins voru leiddar saman þær rannsóknastofnanir sem þá voru í Eyjum og tengja útibúi Háskóla Íslands sem tók til starfa á sama tíma. Með því að setja þessar stofnanir undir sama þak tókst að skapa þverfaglegt rannsóknarumhverfi innan raun- og lífvísinda. Stofnanirnar eru allar smáar einingar og vinna undir stjórn höfuðstöðva sinna ýmist á höfuðborgarsvæðinu eða suðurlandi. Alls eru 11 stöðugildi í húsinu sem gefur til kynna smæð hverrar stofnunar fyrir sig. Með tilkomu Fræðslumiðstöðvar Vm og annarra breytinga var þörf á endurskilgreiningu hlutverks og sameiginlegra markmiða. Í grófum dráttum er hlutverk Setursins að sinna rannsóknum og þróun á breiðu sviði sjávarútvegs og náttúru Vestmannaeyja og að stuðla að fræðslu og námi á öllum skólastigum og styrkja undirstöðu háskólanáms. Greindir voru möguleikar Setursins í nútíð og framtíð með hjálp Svót-greiningar og til þess var settur á rýnihópur sem starfsmenn Setursins skipuðu. Á sama tíma var hugarflugsfundur með það fyrir augum að mynda sameiginlega framtíðarsýn. Atvinnuvega- og samkeppnisgreining varpar ljósi á kjarnahæfni Setursins. Til samanburðar voru önnur setur af landsbyggðinni af svipaðri stærðargráðu og gerð skoðuð með áherslu á rekstur þeirra. Þar kom fram að styrkur Setursins í Eyjum felst í fjölda stofnana og þeim samlegðarstyrk sem kemur fram í sameiginlegum verkefnum. Stefnumarkandi þættir sem áhrif hafa á hvaða vaxtaleiðir skal velja felast í fjármálum og húsnæði Setursins. Þörf á meira rými er tilfinnanleg fyrir stofnunina og leyta þarf leiða til frekari útvíkkunar. Einnig þarf að leyta leiða til fjármögnunar nauðsynlegra verkefna eins og viðhaldi húsnæðis. Framtíðin er björt og margir möguleikar í augsýn. Sem dæmi um möguleika fyrir Rannsóknasetrið er frekara samstarf við atvinnulíf, bæði á fræðslu- og rannsóknasviði, vaxtarsamningur Iðnaðarráðuneytisins við Vestmannaeyjar, menningarhús og svo mætti áfram telja.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
stefnumotunframtid.pdf757.29 kBTakmarkaðurStefnumótun og framtíðarsýn - heildPDF
stefnumotunframtid_e.pdf88.56 kBOpinnStefnumótun og framtíðarsýn - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
stefnumotunframtid_h.pdf146.78 kBOpinnStefnumótun og framtíðarsýn - heimildaskráPDFSkoða/Opna
stefnumotunframtid_u.pdf92.16 kBOpinnStefnumótun og framtíðarsýn - útdrátturPDFSkoða/Opna