is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5280

Titill: 
  • Leiklist fyrir erlenda ferðamenn: Framboð og grundvöllur í Reykjavík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru birtar niðurstöður rannsóknar sem gerð var til að varpa ljósi á leiklist fyrir erlenda ferðamenn í Reykjavík. Menningartengd ferðaþjónusta er mikilvæg í borginni og er leiklist á Íslandi talin vera mjög kraftmikil og sérstök. Leitast var við að svara tveimur rannsóknarspurningum sem myndu á einhvern hátt veita innsýn í þessa afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn. Í fyrsta lagi hvert framboðið er af leiklistartengdum viðburðum fyrir erlenda ferðamenn í Reykjavík og í öðru lagi, hvernig viðkomandi aðilar sjá fyrir sér listformið leiklist í Reykjavík með tilliti til ferðaþjónustu fyrir erlenda ferðamenn. Stuðst var við eigindlegar rannsóknaraðferðir í formi viðtala og einnig var lítil viðtalskönnun framkvæmd á gististöðum í borginni.
    Helstu niðurstöður voru að framboðið virðist lítið en einungis var um eina sýningu að ræða þegar rannsókn var framkvæmd. Litið var til næstu mánaða og er önnur sýning í bígerð sem og götuleikhús auk þriggja leiklistarhátíða. Talið er að leikhús í hinu opna rými sem og hátíðirnar laði að sér erlenda ferðamenn. Viðmælendur voru sammála um að framboð væri of lítið og að nýta ætti leiklistina í meiri mæli fyrir erlenda ferðamenn. Listaformið leiklist á sér gott orðspor vegna trúar á fyrirbærið en samt sem áður virðist sem svo að lítil virðing sé borin fyrir því. Helstu hömlur voru að mati viðmælenda samvinna ferðaþjónustuaðila og listamanna og skortur á fé. Óskir viðmælenda voru mismunandi: Ferðaþjónustuaðilar vildu fá leiklist í formi kvöldskemmtunar fyrir ferðamenn en listamennirnir vonuðu að gæði yrðu í hávegum höfð við gerð sýninga fyrir erlenda ferðamenn.

Samþykkt: 
  • 14.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5280


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS[1].pdf445.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna